Íbúagátt
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru í opinberri heimsókn í Fjarðabyggð 21. til 23. október. Forsetahjónin sóttu fjölmarga vinnustaði og skóla á ferð sinni um stærstu bæjar- kjarna sveitarfélagssins, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Í tilefni af heimsókn þeirra var fjölskylduhátíð í Fjarðabyggð að kvöldi 21. október þar sem 16 ungir Fjarðabúar tóku við Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga að viðstöddu fjölmenni. Þá tók forseti einnig þátt í málstofu um norðurslóðir, fyrr um daginn. Báðir viðburðir fóru fram í Krikju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Heimsókn forsetahjónanna lauk um hádegisbil miðvikudaginn 23. október. Sjá myndir úr heimsókninni.
MYNDIR ÚR HEIMSÓKN FORSETAHJÓNA Á FLICKR