Veitur

Orkuveita Fjarðabyggðar er samheiti yfir vatnsveitur, rafveitu, hitaveitu og fjarvarmaveitur sveitarfélagsins en hefur ekki verið formlega stofnuð.

Vatnsveitur eru í öllum byggðarkjörnum en vegna landfræðilegra aðstæðna eru þær sjálfstæðar í hverjum kjarna.

Rafveita Reyðarfjarðar selur raforku til heimilisnotkunar í þéttbýli á Reyðarfirði. Virkjun er við Búðará en veitan kaupir einnig raforku af landsnetinu og selur notendum sínum. Rarik selur raforku til annarra þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð.

Hitaveita Fjarðabyggðar er á Eskifirði en þar hafa verið virkjaðar tvær borholur sem gefa nægjanlegt heitt vatn fyrir þéttbýlið á Eskifirði. Hitastig þess er rúmlega 80°C.

Fjarvarmaveita hefur lengi verið rekin í Neskaupstað. Þar er vatn hitað í rafskautakatli og dreift um lokað kerfi til stórra notenda. Eingöngu er seld orka til stærri notenda frá stöðinni sem staðsett er við íþróttahúsið í Neskauspstað. Notuð er ótrygg orka til kyndingar samkvæmt. samningi við Rarik.

Fjarvarmaveita er einnig starfrækt á Reyðarfirði. Vatn er hitað í rafskautakatli og eingöngu selt til stórra notenda um lokað kerfi.

Fráveita er sjálfstæð eining í hverjum kjarna og er rekstur hennar og framkvæmdir kostaðar af bæjarsjóði.

Veitur Fjarðabyggðar heyra undir framkvæmdasvið og mannvirkjastjóra.