Vatnsveita

Vatnsveita

Vatnsveita Fjarðabyggðar var stofnuð 1998 með samenginu þriggja vatnsveitna, Vatnsveitu Neskaupstaðar Vatnsveitu Eskifjarðar og Vatnsveitu Reyðarfjarðar. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðal vatnstökusvæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um þrjú aðskilin dreifikerfi. Við sameiningu við Austurbyggð í júní 2006 bætast við vatnsveitur á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Mjóafirði.

Vatnsveita Eskifjarðar stofnuð um 1958 þjónar Eskifirði. Vatnstaka er úr lindum á Lambeyrardal og borholum á vatnasvæði Eskifjarðarár. Vatni er einnig dælt frá borholunum um aðalæð að miðlunargeymi sem er ofarlega í byggðinni á Eskifirði. Sjálfrennsli er hinsvegar frá lindunum í sama miðlunargeymi.

Vatnsveita Neskaupstaðar stofnuð um 1934 þjónar Neskaupstað og Norðfirði . Vatnstaka er úr borholum í Fannadal og við Kirkjubólseyrar. Frá borholunum liggur aðalæð að miðlunargeymi sem stendur ofan við kaupstaðinn.

Vatnsveita Reyðarfjarðar var stofnuð um 1950 þjónar Reyðarfirði. Vatnstökusvæði eru við Njörvadalsá og við Geithúsaá. Vatni er dælt frá vatnstökusvæðum í miðlunargeyma við Búðargil Veitukerfi er tvískipt. Annars vegar neðri og eldri hluti byggðar sem fær vatn frá eldir geymi við Hæðargerði og hins vegar nýrri og efri hluti byggðarinnar sem fær vatn frá nýjum miðlunargeymi ofan við Heiðarveg. Sérstakt veitukerfi mun þjóna álveri Alcoa og kemur það vatn frá nýrri miðlunargeyminum við Heiðarveg.

1.1 Stefna og markmið

1.1.1 Hlutverk

Hlutverk vatnsveitu Fjarðabyggðar er að annast alla almenna þjónustu við vatnsnotendur og tryggja að ætíð sé fyrir hendi nægt vatn. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðskildum megin svæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um aðskilin dreifikerfi. Allar veiturnar byggja og reka eigið vinnslu- og dreifikerfi. Eftirlits- og stýrikerfi veitunnar er sameiginlegt og samtengt í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði þannig að hægt er að fylgjast með og vakta allt kerfið frá þremur stöðum. Stefnt er að því að stýrikerfið nái til allra hluta vatnsveitunnar. Auk þess er hægt að skoða stöðu kerfis í gegn um heimasíðu Fjarðabyggðar fyrir þá sem aðgang hafa að því. Hægt er að rekja stöðu og breytingar allra þátta veitunnar aftur í tímann. Allir rennslismælar og aðrir nemar eru tölvutengdir þannig að hægt er að fylgjast með öllum þáttum veitunnar frá einni og sömu tölvunni. Þessu eftirlitskerfi er Hitaveita Fjarðabyggðar einnig aðili að, bæði hitaveita á Eskifirði sem og fjarvarmaveita í Neskaupstað. Kerfið sendir SMS boð til þeirra starfsmanna sem vakta kerfið um leið og einhver bilun eða uppákoma verður í einhverjum hluta veitunnar.

1.1.2 Gæðamarkmið

Til að tryggja neytendum hámarks gæði hefur Vatnsveita Fjarðabyggðar sett sér gæðamarkmið. Veitan mun leitast við að tryggja að settum markmiðum á eftirtöldum sviðum sé náð. Viðmiðunargildi vegna mælanlegra markmiða er að finna í viðauka A.

  1. Vatnsmagn
  2. Gæði vatns
  3. Nægjanlegt vatn til brunavarna
  4. Réttur þrýstingur
  5. Afhendingar öryggi

1.1.3 Öryggismarkmið

Markmið veitunnar er að tryggja ávallt öryggi og góðan aðbúnað starfsmanna á vinnustað. Allar öryggisreglur eru í samræmi við kröfur Vinnueftirlits ríkisins svo og skráning og skýrslugjöf vegna atvika sem varða öryggi starfsmanna eða slysa. Nægjanlegt varaafl er til staðar í öllum þéttbýliskjarna þannig að við straumrof til veitu er nægjanlegt vatnsmagn tryggt til notenda og til neyðarvarna.

1.2 Stjórnskipulag

Stjórnskipulagi vatnsveitu Fjarðabyggðar er lýst í skipuriti.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á innra eftirliti og að framkvæmd þess sé í samræmi við ákvæði þessar handbókar, stefnu Vatnsveitu Fjarðabyggðar og að það uppfyll kröfur laga og reglugerða. 

Forstöðumaður umhverfismálasviðs sér um öll formleg samskipti við yfirvöld vegna veitunnar. Hann er einnig ábyrgur fyrir starfsmannhaldi og þjálfun starfsmanna, heilbrigðis- og öryggismálum.

Tæknifulltrúi er ábyrgur fyrir framkvæmd viðbragðsáætlana vegna neyðartilvika og bilana. Hann er einnig ábyrgur fyrir innra eftirliti og sýnatöku vegna innra eftirlits veitunnar.

Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ber ábyrgð á viðhaldi veitunnar og eftirliti með lögnum.

Mannvirkjastjóri  hefur yfirumsjón með rekstri, endurbótum og viðhaldi veitunnar.