Þróttur Neskaupstað

Þróttur leikjanámskeið

  Hvenær Árgangar Klukkan
1. námskeið 15.06. - 03.07. 2007 og 2008 kl. 09-12
2. námskeið
06.07. - 17.07. 2009 og 2010 kl. 10-12
3. námskeið
20.07. - 24.07. 2005 og 2006 kl. 09-12
4. námskeið 04.08. - 14.08. 2005 og 2006 kl. 09-12

leikjanámskeið mynd

Þróttur knattspyrna

Æfingar í knattspyrnu byrja mánudaginn 1. júní.  

Nánari upplýsingar um æfingar og þjálfara í öllum flokkum ásamt upplýsingum um verð og systkinaafslætti.

Samæfingatafla.

Norðfjarðarvöllur

Þróttur sund

  Mán Þri Mið Fim
10:00-11:00 Selir Selir Selir Selir
11:00-12:00 Höfrungar Höfrungar Höfrungar Höfrungar
12:00-13:30 Hákarlar Hákarlar Hákarlar Hákarlar

Sumaræfingar í sundi hefjast fimmtudaginn 8. júní og lýkur14. ágúst. Í flokki hákarla eru börn fædd 2002 og eldri og eru æfingagjöld kr. 8.000. Höfrungar eru börn fædd 2005 og 2006 og eru æfingagjöld hjá þeim kr. 7.000. Selir eru börn fædd á árinu 2007 og 2008. Æfingagjöldin hjá þeim eru kr. 7.000. 50% afsláttur fyrir annað barn og 100% fyrir það þriðja. Þjálfari er Krístín Jóna Skúladóttir.

Þróttur barnasund 

Fyrir börn færdd 2009, sæhesta og krókódíla, eru námskeið 15. - 25. júní og aftur 29. júní til 9. júlí. Tímarnir eru kl. 16:00 og 16:30 og standa 30 mín. í senn. Þjálfari er Guðlaug Ragnarsdóttir ásamt aðstoðarmönnum. Nánar.

sund

Blak

Blakæfingar verða á strandblak-
vellinum Neskaupstað frá 8. júní til 15. júli. Yngri hópur er kl. 10:30 og eldir hópur kl. 19:30. Nánari upplýsingar veitir Unnur Ása á throtturnesblak@gmail.com.
Sjá æfingatöflu,

Strandblak

Fjrálsar

Frjálsíþróttaæfingar eru í umsjón UÍA, farandsþjálfun. Æfingar hefjast  8. júní og standa fram að sumarhátíð UÍA, sem fram fer dagana 10. til 12. júlí. Þátttökugjald kr. 5.000. Sjá æfingatöflu.

Frjálsar

Kajakklúbburinn Kaj

Kajaknámskeið

Kajakklúbburinn Kaj er félag kajakræðara á Austuralandi.
Í sumar verða félagsróðrar á þriðjudagskvöldum, frá félagsaðstöðu Kaj á Norðfirði. Nánari upplýsingar eru veittar  á www.123.is/kaj eða á kayakklubburinn@gmail.com. Á heimasíðu klúbbsins eru jafnframt veittar upplýsingar um það sem er á döfunni hverju sinni hjá klúbbnum. Klúbburinn er með félagsaðstöðu og bátageymslur í kirkjufjörunni á Norðfirði. Hann á nokkurn búnað og báta þannig að ekki er nauðsynlegt að eiga sinn eigin bát til að fara á kajak. Klúbburinn verður á Mjóeyri á Eskifirði 4. júní, kl. 16-18. Kaj er á FB.

Kajakklúbburinn Kaj

Blær

Æskulýðsdagar Blæs og Fjarðaáls

Árlegir æskulýðsdagar Hestamannafélagsins Blæs og Fjarðaáls eru 12. til 14. júní. Skráningarfestur rennur út mánudaginn 8. júní. Dagskráin hefst með setningu æskulýðsdagana föstudaginn 12. júní kl. 10:00 við Dalahöllina á Norðfirði og þá eiga þátttakendur að vera mættir með hestana sína inn á félagssvæðið. Allir krakkar eru velkomnir sem eru 17 ára eða yngri og geta útvegað sér reiðskjóta. Nauðsynlegt er að foreldri eða fullorðinn forráðamaður fylgi ungum eða óreyndum knöpum. Skráning og frekari upplýsingar eru á netfanginu blaer@visir.is eða hjá Þórhöllu í síma 891 9419.
Í skráningu þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn reiðskjóta. Nánari dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins  þegar nær dregur. Þátttaka er ókeypis. Nánari upplýsingar.

Æskulýðsdagar Blæs og Fjarðaáls

Golf

Golfklúbbur Norðfjarðar

  Mánudagar >9 ára <10 ára
Mán Fótgboltavöllur kl. 10-11 kl. 11-12
Mið Fótboltavöllur kl. 10-11 kl. 11-12
Fim Golfvöllur kl. 10-11 kl. 11-12

Golfklúbburinn verður með námskeið í SNAG-golfi í sumar frá 08.06. - 02.07. og  frá 20.07. - 30.07. Má byrja að æfa henær sem er á þessu tímabili og fara æfingarnar fram bæði á fótboltavellinum í Neskaupstað og inn á golfvelli. SNAG er nýr búnaður sem notaður er til kennslu bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta sveifluna. Verð fyrir sumarið kr. 2.500. Börn 9 ára og yngri æfa kl. 10:00-11:00 og þau sem eru 10 ára og eldri frá kl. 11:00-12:00. Skráning er hjá Petru Lind, 846 4962, petralinds@gmail.com.

Norðfjarðarsveit

Skotíþróttir

Skotíþróttafélagið Dreki

Skeetvöllurinn verður í sumar opinn á laugardögum frá kl 12:00-17:00. Kosta 25 dúfur kr. 600 fyrir félagsmenn og kr. 1.200 fyrir utanfélagsmenn.  Fyrirhugað er námskeið í skeet skotfimi og verður það auglysti síðar. (Óstaðfest) Allar upplýsingar og skráning er á FB síðu félgsins. Ungmennum 15 ára og eldri er heimilt að æfa skotfimi undir leiðsögn fullorðinna. Nánari upplýsingar veitir helgi Rafnsson, helgirabba@gmail.com, 840 7728. 

Dreki skotskífa

Leiknir

Leiknir fimleikar

Í boði verður fimleikanámskeið fyrir börn fædd 2011 og eldri, vikuna 9. til 13. júní. Kennt verður í þremur aldursskiptum hópum. Einnig verður frír prufutími í boði 13. júní kl. 10:00 fyrir börn fædd árið 2012.

Skráning er á fimleikar.leiknirf@gmail.com fyrir sunnudaginn 7. júní. Skrá þarf nafn barns og fæðingarár. Námskeiðið kostar kr. 5.000 fyrir börn fædd 2009 - 20011 og kr. 7.500 fyrir árgang 2005 og eldri. 

   2010-2011 2006-2009 2005 og eldri
09.06. kl. 16:00-17:00
kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30
10.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30 
11.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00  kl. 18:00-19:30
12.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30
13.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30

Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Fáskrúðsfjarðar. Kennarar eru Elsa, Elva og Steinunn. Allir velkomnir. 

Fylgstu með

Ný námskeið geta bæst við eða tímar breyst. Allar breytingar verða færða inn hér jafnóðum og þær berast.

Ábendingar og kvartanir

Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundastjóri, 470 9000,
 gudmundur@fjardabyggd.is.

Vefumsjón

Helga Guðrún Jónasdóttir, markaðs- 
og upplýsingafulltrúi, 470 9000,
helga.g.jonasdottir@fjardabyggd.is.