Valur Reyðarfirði

Leikjanámskeið Vals

  Hvenær Árgangar Klukkan
1. námskeið 08. - 19. júní 1.-4. bekkur kl. 08-12
2. námskeið
22. júní - 03. júlí 1.-4. bekkur kl. 08-12
3. námskeið 20. júlí - 30. júlí 1.-4. bekkur kl. 08-12

Dagurinn hefst í Zveskjunni. Greitt er kr. 7.500 fyrir eitt námskeið, kr. 15.000 fyrir tvö, kr. 20.00 fyrir þrjú og kr. 25.000 fyrir öll fjögur námskeiðin. Þá er veittur 10% systkinaafsláttur. Skráning er á umfvalur@gmail.com.  Sjá sumardagskrá 2015.

Leikjanámskeið Reyðarfirði

Valur knattspyrna

Æfingar hefjast 8. júní.
Þjálfarar eru Helgi (Moli) Ásgeirsson, 895 2866 og Vala Ormarrsdóttir, 863 1753.
Samæfingar hefjast 8. júní.

Valur frjálsar

Æfingar í frjálsum íþróttum verða fyrir alla aldurshópa á miðviku-
dögum í Höllinni. Börn 10 ára og yngri eru kl. 13:00 og 11 ára og eldri eru kl. 14:00. Skráning er í fyrsta tíma 10. júní. 

GF golfæfingar

Æfingar eru á þriðju- og fimmtudögum og byrja 9. júní. Eldri hópur (7. bekkur og eldri) er  kl. 16:00-17:30 og yngri hópur kl. 17.30-19:00.  Skráning er hjá Sunnu, 849 3446.

Sumardagskrá 2015

Allar upplýsingar um sumardagskrá Vals í sumar á einum stað ásamt nöfnum og símanúmerum þjálfara, verðupplýsingum o.fl. 

Kajakklúbburinn Kaj

Kajaknámskeið

Kajakklúbburinn Kaj er félag kajakræðara á Austuralandi.
Í sumar verða félagsróðrar á þriðjudagskvöldum, frá félagsaðstöðu Kaj á Norðfirði. Nánari upplýsingar eru veittar  á www.123.is/kaj eða á kayakklubburinn@gmail.com. Á heimasíðu klúbbsins eru jafnframt veittar upplýsingar um það sem er á döfunni hverju sinni hjá klúbbnum. Klúbburinn er með félagsaðstöðu og bátageymslur í kirkjufjörunni á Norðfirði. Hann á nokkurn búnað og báta þannig að ekki er nauðsynlegt að eiga sinn eigin bát til að fara á kajak. Klúbburinn verður á Mjóeyri á Eskifirði 4. júní, kl. 16-18. Kaj er á FB.

Kajakklúbburinn Kaj

Skotíþróttafélagið Dreki

Skotæfingar

Skeetvöllurinn verður í sumar opinn á laugardögum frá kl 12:00-17:00. Kosta 25 dúfur kr. 600 fyrir félagsmenn og kr. 1.200 fyrir utanfélagsmenn.  Fyrirhugað er námskeið í skeet skotfimi og verður það auglysti síðar. (Óstaðfest) Allar upplýsingar og skráning er á FB síðu félgsins. Ungmennum 15 ára og eldri er heimilt að æfa skotfimi undir leiðsögn fullorðinna. Nánari upplýsingar veitir helgi Rafnsson, helgirabba@gmail.com, 840 7728. 

Dreki skotskífa

Leiknir fimleikar

Í boði verður fimleikanámskeið fyrir börn fædd 2011 og eldri, vikuna 9. til 13. júní. Kennt verður í þremur aldursskiptum hópum. Einnig verður frír prufutími í boði 13. júní kl. 10:00 fyrir börn fædd árið 2012.

Skráning er á fimleikar.leiknirf@gmail.com fyrir sunnudaginn 7. júní. Skrá þarf nafn barns og fæðingarár. Námskeiðið kostar kr. 5.000 fyrir börn fædd 2009 - 20011 og kr. 7.500 fyrir árgang 2005 og eldri. 

   2010-2011 2006-2009 2005 og eldri
09.06. kl. 16:00-17:00
kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30
10.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30 
11.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00  kl. 18:00-19:30
12.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30
13.06. kl. 16:00-17:00 kl. 17:00-18:00 kl. 18:00-19:30

Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Fáskrúðsfjarðar. Kennarar eru Elsa, Elva og Steinunn. Allir velkomnir. 

Fylgstu með

Ný námskeið geta bæst við eða tímar breyst. Allar breytingar verða færða inn hér jafnóðum og þær berast.

Ábendingar og kvartanir

Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundastjóri, 470 9000,
 gudmundur@fjardabyggd.is.

Vefumsjón

Helga Guðrún Jónasdóttir, markaðs- 
og upplýsingafulltrúi, 470 9000,
helga.g.jonasdottir@fjardabyggd.is.