Skíðalandið Austurland kynning

Skíðalandið Austurland er frábær upplifun fyrir alla sem elska að skemmta sér í snjó. Í skíðalandinu eru tvö stórkostleg skíðasvæði og fjölbreytt þjónusta í gistingu, veitingum og annarri afþreyingu.

Sameiginlegur skíðapassi býðst ferðaskrifstofum, ferðaskipu-
leggjendum og gististöðum á hagstæðu heildsöluverði. Um helgarpassa er að ræða sem veitir laugardaga og sunnudaga ótakmarkaðan aðgang að báðum svæðum.

Ferðamaðurinn fær skíðapassann afhentan á öðru hvoru skíðasvæðanna gegn framvísun sölukvittunar úr bókunarvél eða þjónustuávísunar. Passinn er afgreiddur sem þar til gert armband og er hann fáanlegur í nokkrum útgáfum fyrir einstaklinga eða fjölskyldur.

Skíðalandið Austurland

Skíðasvæðin

Oddsskarð skíðaleiðir

Stafdalur skíðaleiðir

Helgarpassi

Skíðapassar Skíðalandsins eru kauphvati á sérkjörum, sem stendur ferðaskrifstofum, ferðaskipu- leggjendum og gististöðum til boða fyrir markaðs- og sölustarf á Austurlandi. Passinn er einfaldur í notkun og gildir fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði og í Stafdal bæði laugardaga og sunnudaga.  

Þjónustan

Sótt er um sölu á skíðapassanum í 470 9000 eða á fjardabyggd@fjardabyggd.is. Þeir aðilar sem ekki eru með bókunarvélar nota þjónustuávísanir (voucher) sem er dreift í 100 númera heftum. Heftin eru afhent á bæjarskrifstofum sveitarfélaganna eða send viðtakanda í pósti. 

Söluskilmálar

Útgefnir skíðapassar fara í innheimtu á 6-8 vikna fresti. Skíðapassinn fæst ekki endurgreiddur eftir að afhending hefur farið fram og gildir ekki um páska eða með öðrum tilboðum. Nánari upplýsingar veita Helga Guðrún Jónasdóttir (470 9000) og Óðinn Gunnar Óðinsson (470 0700).

Virðisaukinn

Skíðapassar Skíðalandsins eru einfaldir og fljótlegir í notkun. Með ótakmarkaðri notkun á tvö ólík skíðasvæði má jafnframt stuðla að fjölbreyttari og skemmtilegri upplifun ferðamannsins.

Skíðalandið Austurland

Að Skíðalandinu standa Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður. Þjónusta Skíðalandsins er í stöðugri þróun. Ef þú ert með ábendingar eða uppástungur sendu okkur línu á fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Skíðalandið bæjarmerki