101. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

23.9.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 101. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 22. september 2014 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Páll Björgvin Guðmundsson og Eydís Ásbjörnsdóttir sátu fundinn undir 1.lið.

Valur Sveinsson sat fundinn undir 1.-8.lið.

Dagskrá:

 

1.

1409141 - Kynning á forathugunum vegna ofanflóðavarna.

 

Einar Júlíusson frá verkfræðistofunni Mannvit og Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði fara yfir forathuganir ofanflóðavarna við Grjótá, Ljósá og Lambeyrará. Nefndin leggur til að varnir verða hannaðar í eftirfarandi röð: Grjótá, Ljósá og Lambeyrará

 

   

2.

1409127 - Kynningarfundir Samtaka orkusveitarfélaga - leiðrétt tímasetning á austurlandi

 

Stefán Bogi Sveinsson formaður Samtaka orkusveitarfélaga fór yfir markmið og tilgang samtakanna og kynnti stefnumörkun þeirra.

 

   

3.

1405019 - 735 - Stofnun lóðar Byggðarholti 1 - Golfskáli

 

Lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir hús á golfvallarsvæði Golfklúbbs Byggðarholts á Eskifirði. Gert er ráð fyrir að lóðin verði 1120 m2.
Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera lóðarleigusamning í samræmi.

 

   

4.

1409046 - 740 Nesbakki 9 byggingarleyfi - breytingar úti og inni

 

Afgreiðslu er frestað með vísan til afgreiðslu 100. fundar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.

 

   

5.

1208058 - 740 Melagata 16 – viðbótarlóð

 

Lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir Melagötu 16 í Neskaupstað vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi. Gert er ráð fyrir að lóðin sé 495 m2 eins og áður. Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera lóðarleigusamning í samræmi.

 

   

6.

1409100 - 740 Mýrargata 26 - endurnýjun lóðarleigusamnings

 

Lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir Mýrargötu 20 í Neskaupstað vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi. Gert er ráð fyrir að lóðin sé 6254 m2.
Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera lóðarleigusamning í samræmi.

 

   

7.

1409101 - 740 Mýrargata 26 - endurnýjun loðarleigusamnings

 

Lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir Mýrargötu 26 í Neskaupstað vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi. Gert er ráð fyrir að lóðin sé 1344 m2.
Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera lóðarleigusamning í samræmi.

 

   

8.

1007087 - 740 Skuggahlíðarhálsi 6 - frístundahús

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Páls Jónssonar þar sem óskað er eftir heimild til að byggja frístundahús,heildar flatarmál er 72,7 m2. Hönnuður er Björn Stefánsson.  Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.

 

   

9.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

Lagðir fram minnispunktar frá mannvirkjastjóra, dagsettir 11. september 2014, varðandi stöðu verkefnisins. Auk þess eru lagðar fram byggingarnefndarteikningar af átta deilda leikskóla í Neskaupstað. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirkomulag útboðs og teikningar og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

 

   

10.

1409123 - Húsnæði fyrir Vélhjóla- og íþróttafélag Fjarðabyggðar

 

Lagt fram bréf frá Pétri Hreinssyni, dagsett í ágúst 2014, varðandi húsnæði fyrir Vélhjóla- og íþróttafélag Fjarðabyggðar. Í bréfinu er óskað eftir afnotum af gamla félagsheimili hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði.
Framtíðarnotkun hússins er í skoðun og verður erindinu svarað þegar það liggur fyrir.

 

   

11.

1409128 - Ljósastaurar við fiskimjölsverksmiðju

 

Lagt fram bréf frá Hauki Jónssyni verksmiðjustjóra Eskju, dagsett 17. september 2014, varðandi vöntun á ljósastaurum við Leirubakka. Nefndin vísar erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir 2015.


 

   

12.

1409120 - Umferðaröryggisáætlun

 

Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra, dagsett 17. september 2014, um að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar Fjarðabyggðar. Nefndin samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar. Mannvirkjastjóra er falið að gera tillögu að starfshópi og leggja fyrir nefndina.

 

   

13.

1409121 - Viðhaldsvinna í Drangagili 2014

 

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Pálssyni fsr, dagsettur 16. september 2014, varðandi viðhaldsvinnu á snjóflóðavörnum í Drangagili. Nefndin samþykkir að farið verði í viðhaldsframkvæmdir og felur sviðsstjóra að svara erindinu.

 

   

Rætt var um mengunarmælingar Umhverfisstofnunar og staðsetningar á þeim. Nefndin felur mannvirkjastjóra að óska eftir skýringum frá Umhverfisstofnun á hvers vegna ekki verði settir upp mælar í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.