102. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

30.9.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 102. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 29. september 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri

Eiður Ragnarsson sat fundinn undir lið 9.

Svanhvít Yngvadóttir boðaði ekki forföll.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 – 4.

Dagskrá:

 

1.

1409156 - 730 Hjallaleira 1 - byggingarleyfi - gróðurhús

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu R. Gunnarsdóttur, dagsett 22. september 2014, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 200 m2 gróðurhús úr plasti og stáli að Hjallaleiru 1 á Reyðarfirði.

Nefndin samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

2.

1402076 - Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð

 

Nefndin samþykkir að fresta gildistöku gjaldskrár stöðuleyfa til áramóta og vísar málinu til frekari vinnslu hjá framkvæmdasviði.

 

   

3.

1408056 - Hugmynd að skipulagi við ytri Þverá Eskifirði

 

Nefndin þakkar bréfritara framlagðar hugmyndir og felur framkvæmdasviði að kanna frekari úrvinnslu á hugmyndunum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

   

4.

1409161 - Hugmyndir um gerð tjaldsvæðis sunnan sundlaugar á Eskifirði í tengslum við uppfyllingu

 

Ræddar hugmyndir um gerð tjaldsvæðis, sunnan sundlaugar á Eskfirði, í tengslum við uppfyllingu á svæðinu. Vísað frá bæjarráði til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til frekari skoðunar með tilliti til deiliskipulags.
Nefndin telur að svæðið geti hentað fyrir tjaldstæði en breyta þarf deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt telur nefndin rétt að fá umsögn frá íþrótta- og tómstundanefnd þar sem íþróttasvæðið skerðist ef af verður.

 

 

 

   

5.

1403094 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2014

 

Nefndin vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar fyrir 2015.

 

   

6.

1409026 - Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða

 

Ósk auðlinda- og umhverfisráðuneytisins um umsögn vegna reglugerðar um starfsemi slökkviliða.
Nefndin felur slökkviliðsstjóra að vinna umsögn.

 

   

7.

1409143 - Umhverfisvænir pokar

 

Beiðni um þátttöku í fjáröflunarverkefni SEM samtakanna og MND félagsins á vormánuðum 2015. Bæjarráð hefur tekið vel í erindið og vísaði því til umfjöllunar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar í tengslum við átaksverkefni í sorpmálum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar fyrir 2015

 

   

8.

1407048 - Hjólabrettaaðstaða á Norðfirði

 

Búið er að ræða við íbúa nærliggjandi húsa. Einn aðili var á móti því að hjólabrettaaðstaða verði sett upp á bílastæðinu við fótboltavöllinn.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að koma á fundi hagsmunaaðila í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa sem fyrst.

 

   

9.

1409061 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd

 

Farið var yfir verkefnalista fyrir rekstur og fjárfestingar fyrir árið 2015. Sviðsstjóra falið að gera tillögu að forgangsröðun fyrir næsta fund.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.