103. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

8.10.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 103. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 6. október 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1.

1409193 - 735 Bleiksárhlíð 46 - byggingarleyfi - stoðveggur

 

Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Sigurbjörs Jónssonar, Bleiksárhlíð 46 á Eskifirði þar sem óskað er eftir heimild til að reisa stoðvegg við hús hans. Hönnuður er Jörgen Hrafnkelsson.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

2.

1409002 - 750 Hlíðargata 33 - byggingarleyfi

 

Lögð fram umsókn frá mannvirkjastjóra, dagsett 2. október 2014, varðandi förgun Hlíðargötu 33, 750 Fáskrúðsfirði.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

3.

1409188 - Eskju tún sem framtíðar samkomusvæði

 

Lagt fram erindi frá íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 26. september 2014, varðandi túnið ofan við Eskju.
Nefndin þakkar sýndann áhuga á skipulagsmálum sveitarfélagsins og mun tillagan verða tekin til skoðunar við endurskoðun aðalskipulags sem fyrirhuguð er á kjörtímabilinu.

 

   

4.

1409190 - Framtíðar útivistarsvæða á Eskifirði

 

Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 26. september 2014, varðandi framtíðarskipulag útisvæða á Eskifirði.
Nefndin þakkar sýndann áhuga á skipulagsmálum sveitarfélagsins og mun tillagan verða tekin til skoðunar við endurskoðun aðalskipulags sem fyrirhuguð er á kjörtímabilinu.

 

 

 

   

5.

1409178 - lóð undir nýjan sorpmóttöku gámavöll.

 

Lögð fram tillaga um að Sorpgámavöllurinn á Eskifirði verði færður á nýja lóð við Leirubakka.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur framkvæmdasviði að vinna málið áfram.

 

   

6.

1409189 - Dýraeftirlitsmaður í Fjarðabyggð - lausaganga hund og dýra á Eskifirði

 

Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 26. september 2014, varðandi lausagöngu hunda og katta.
Nýr dýraeftirlitsmaður hefur hafið störf og mun hann vinna að þessum málum. Nefndin mun funda með nýjum starfsmanni innan skamms.

 

   

7.

1408057 - Nýting sjóvarma

 

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Varmalausnum ehf varðandi sjóvarmavirkjun í Neskaupstað.

 

   

8.

1310093 - Skýrsla vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði

 

Lagt fram bréf frá Gunnari Geirssyni og Steini Jónassyni, dagsett 20. september 2014, varðandi umhverfi bátsins REX á Fáskrúðsfirði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu sviðsstjóra.

 

   

9.

1409196 - Strandblakvöllur Fáskrúðfirði - umsókn.

 

Lagt fram bréf Elsu Sigrúnar Elísdóttur f.h. Blakdeildar Leiknis, dagsett 27. september 2014, þar sem sótt er um afnot af svæði undir strandblaksvöll hjá Sveitarfélaginu ásamt styrk til framkvæmda. Svæðið sem um ræðir er utan við kirkjugarðinn og innan við göngustíg sem liggur milli Skólavegar og íþróttahúss. Óskað er eftir styrk vegna vélavinnu og efniskaupa. Deildin mun sjálf leggja til allan búnað vegna strandblakvallar.

Nefndin samþykkir að blakdeildin fái afnot af svæðinu undir strandblaksvöll en vísar styrkbeiðni til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

   

10.

1409175 - Umsögn um reglugerð um starfsemi slökkviliða (drög)

 

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um reglugerð um starfsemi slökkviliða.

 

 

 

   

11.

1410022 - Beiðni um framlengingu á staðsetningu starfsmannabúða að Haga 2014

 

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Þór Ásmundssyni, dagsettur 3. október 2014, þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir starfsmannaþorpið á Reyðarfirði til og með október 2015.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram, í samráði við bæjarstjóra, og leggja tillögu að lausn fyrir nefndina fyrir lok október.

 

   

12.

1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014

 

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn var miðvikudaginn 1 október 2014.

 

   

13.

1408074 - 740 - Nesgötu 3 - Breytt notkun

 

Lagt fram bréf frá Guðnýju Þorfinnsdóttir, dagsett 28. september 2014, varðandi breytingu á notkun húsnæðis við Nesgötu 3, Neskaupstað.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

14.

1409061 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd

 

Lögð fram gögn varðandi rekstrar- og fjárfestingarverkefni 2015.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.