104. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

14.10.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 104. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 13. október 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1.

1410056 - 730 Lundargata 1 - byggingarleyfi - skilti

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Árna Geirs Bergssonar fh. 730 ehf þar sem óskað er eftir heimild til að setja 2,7 m2 skilti á húsvegg Lundargötu 1 á Reyðarfirði þar sem fyrirtækið er með rekstur.
Nefndin samþykkir uppsetningu skiltisins.

 

   

2.

1410060 - 730 Stekkjarbrekka 3 - byggingarleyfi - Bílskúr

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigmars Ingvarssonar, Stekkjarbrekku 3 á Reyðarfirði, dagsett 8. október 2014, þar sem hann óskar eftir heimild til að byggja 40 m2 bílskúr við hús hans.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir eigendum Stekkjarbrekku 5 þar sem fyrirhuguð bygging nær útfyrir byggingarreit lóðarinnar. Bílskúr nái þó ekki nær lóðarmörkum en kvöð segir til um.
Ragnar Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

 

   

3.

1408074 - 740 - Nesgötu 3 - Breytt notkun

 

Lagt fram bréf/tölvupóstur Guðnýjar Þorfinnsdóttur dagsett 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að skráning á Nesgötu 3 verði breytt úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir að stærð lóðarinnar verði endurskoðuð.
Erindið var áður tekið fyrir á 99. og 103. fundi nefndarinnar. Nefndin frestar erindinu þar til frekari gögn liggja fyrir.

 

   

4.

1409046 - 740 Nesbakki 9 byggingarleyfi - breytingar úti og inni

 

Lögð fram fyrirspurn og teikningar Péturs Birgissonar innanhússarkitekts f.h. Hlífars Þorsteinssonar vegna breytinga á innra skipulagi og útliti íbúðar hans að Nesbakka 9 í fjölbýlishúsinu Nesbakka 1-11 á Norðfirði.
Samþykki annarra eiganda liggur fyrir.

Nefndin samþykkir erindið þar sem undirskrift allra íbúa liggur fyrir.

 

   

5.

1311101 - Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað

 

Lagðar fram til kynningar tillögur um lóð fyrir Fjarðanet.

 

   

6.

1401096 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2014

 

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. október 2014, þar sem minnt er á að umsóknarfrestur í framkvæmdasjóð ferðamannastaða er 14. október.
Nefndin felur framkvæmdasviði að vinna máiið áfram.

 

   

7.

1410067 - Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög vegna samninga um afnot af landi innan þjóðlendna

 

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 30. september 2014, varðandi samninga um afnot af landi innan þjóðlendna.

 

   

8.

1410068 - Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélagi Íslands 2014

 

Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014.

 

   

9.

1409061 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd

 

Lögð fram gögn frá mannvirkjastjóra varðandi fjárhagsáætlun 2015.
Mannvirkjastjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

10.

1410073 - Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

11.

1410074 - Gjaldskrá framkvæmdaleyfa og þjónustugjalda

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

12.

1410053 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2015

 

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld dagsett 9. október 2014.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

13.

1410044 - Gjaldskrá tjaldsvæða 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá tjaldsvæða í Fjarðabyggð 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

14.

1410059 - Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá hunda- og kattahalds 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

15.

1410076 - Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um breytingu á gjaldskrá skipulagðra samgangna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

16.

1410075 - Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar árið 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

17.

1410043 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

18.

1410040 - Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrár hitaveitu Fjarðabyggðar 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

19.

1410042 - Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

20.

1410041 - Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2015

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá vatnsveitu 2015.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

 

 

 

21.

1409156 - 730 Hjallaleira 1 - byggingarleyfi - gróðurhús

 

Lagt fram bréf Önnu Ragnheiðar Gunnarsdóttur dagsett 2. október 2014 þar sem óskað er eftir að undanþága verði gefin á almennum kröfum sem gerðar eru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir byggingu gróðurhúss við Hjallaleiru 1 á Reyðarfirði.
Nefndin getur ekki samþykkt umsóknina þar sem hún brýtur í bága við gildandi lög og reglugerðir.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.