105. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

24.10.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 105. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 23. október 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 9

Einar Már Sigurðarson boðaði forföll

Dagskrá:

 

1.

1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði

 

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

 

   

2.

1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga

 

Lögð fram til kynningar tillaga deiliskipulags aksturs- og skotíþróttasvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

 

   

3.

1408074 - 740 - Nesgötu 3 - Breytt notkun

 

Lagt fram bréf Guðnýjar Þorfinnsdóttur dagsett 28. september 2014 þar sem óskað er eftir að undanþága verði gerð á skipulagi Fjarðabyggðar þannig að hægt verði að nýta Nesgöutu 3 sem íbúðarhúsnæði. Erindið var áður tekið fyrir á 99.-, 103.- og 104. fundi nefndarinnar.
Nefndin telur að breyting á Nesgötu 3 í íbúðarhúsnæði geti fallið undir almenna skilmála, fyrir verslunar- og þjónustusvæði, sem gera ráð fyrir íbúðabyggð þar sem aðstæður leyfa og samþykkir því erindið.

 

   

4.

1410150 - 740 byggingarleyfi - vinnubúðir við Kirkjuból

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Guðmundar Helgasonar fh. Suðurverks ehf dagsett 17. október 2014 þar sem sótt er um byggignarleyfi fyrir 451,6 m2 og 1291,7 m3 vinnubúðir Suðurverks staðsettar á aðstöðu fyrirtækisins við Kirkjuból vegna vega- og jarðgangagerðar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu byggignarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1410151 - 740 byggingarleyfi - skemmur í Fannardal

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Guðmundar Helgasonar fh. Suðurverks ehf dagsett 17. október 2014 þar sem sótt er um byggignarleyfi fyrir samtals 730 m2 og 3570,3 m3 skemmur Suðurverks staðsettar á aðstöðu fyrirtækisins í Fannardal vegna vega- og jarðgangagerðar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu byggignarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

6.

1410121 - 735 byggingarleyfi - Vinnubúðir og skrifstofur Eskifirði

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Guðmundar Helgasonar fh. Suðurverks ehf dagsett 17. október 2014 þar sem sótt er um byggignarleyfi fyrir samtals 2147,7 m2 og 8223,7 m3 vinnubúðir, skrifstofur og skemmur Suðurverks staðsettar á aðstöðu fyrirtækisins við Eskifjörð vegna vega- og jarðgangagerðar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu byggignarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1410152 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir mælibúnað Landsnets á Eskifirði

 

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Smára Jóhannssonar fh. Landsnests dagsett 20. október 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja mælibúnað við jarðstrengi sem fyrirtækið á og rekur á Eskifirði.
Mælibúnaðurinn verður staðsettur við plan spennistöðvar við Dalbraut 4 og vestan við bílastæði íþróttavallar við Dalbraut. Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfa vegna mælabúnaðar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá leyfisveitingum.

 

   

8.

1410081 - Tilnefningar til Skipulagsverðlaunanna 2014

 

Lagður fram tölvupóstur frá stjórn skipulagsfræðingafélagsins, dagsettur 11. október 2014, þar sem óskað er eftir tilnefningum til skipulagsverðlauna.
Nefndin samþykkir að deiliskipulög við Helgustaðanámu og við Hólmanes verði tilnefnd til skipulagsverðlauna.

 

 

 

   

9.

1410117 - Skólabraut 10 - aðkoma

 

Lagður fram tölvupóstur frá Garðari Harðarsyni, dagsettur 17. október 2014, varðandi aðkomu að lóð sinni við Skólabraut 10 Stöðvarfirði.
Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við lóðarhafa.

 

   

10.

1410101 - Umsögn vegna skautasvells í Hamar grunni

 

Lagt fram bréf frá Kristni Þór Jónassyni f.h. íbúasamtaka Eskifjarðar, dagsett 15. október 2014, þar sem óskað er eftir umsögn og ráðgjöf um útfærslu skautasvells á Eskifirði.
Nefndin sér ekkert því til fyrirstöðu að svæðið verði nýtt á þennan hátt og ítrekar mikilvægi þess að gætt verði fyllsta öryggis.

 

   

11.

1410116 - Hafnarnes

 

Lagður fram tölvupóstur frá Alberti Kemp, dagsettur 13. október 2014, varðandi umhverfismál á Hafnarnesi og víðar í sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar bréfritara ábendinguna og felur sviðsstjóra að rita eigendum viðkomandi eigna áminningu um úrbætur.

 

   

12.

1409061 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd

 

Lögð fram gögn varðandi fjárhagsáætlun 2015.
Farið var yfir framkvæmda- og fjárfestingaáætlun, minnisblað um breytingar á römmum, hvaða verkefni eru framundan í deiliskipulagsmálum, fjárhagsramma fyrir bruna- og almannavarnamál og starfsáætlun framkvæmdasviðs.

 

   

13.

1410040 - Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2015

 

Lögð fram breytingartillaga um gjaldskrár hitaveitu Fjarðabyggðar, dagsett 17. október 2014, þar sem lagt er til að gjaldskrárnar verði þrjár í stað tveggja.
Nefdin samþykkir breytingartillöguna og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.