106. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

11.11.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 106. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 10. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Daði Benediktsson, Valur Sveinsson.

Fundargerð ritaði Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Páll Björgvin Guðmundsson sat fundarliði 6 og 9.

Dagskrá:

 

1.

1410113 - 157.mál til umsagnar frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur)

 


Lögð fram til kynningar.

 

   

2.

1410120 - 730 Hraun 1 - byggingarleyfi vegna byggingar 442

 

Lögð fram ódagsett byggignarleyfisumsókn Alcoa Fjarðaáls þar sem sótt er um leyfi að setja veðurhlífar á loftinntök Baðhreinsivirkis 442 á lóð fyrirtækisins að Hrauni 1 samkvæmt teikningum TBL architects. Hönnuður er Halldór Eiríksson. Byggignarstjóri er Jörgen Hrafnkelsson. Stærðir byggignarinnar breytast ekki.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

3.

1302169 - 740 - Deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar

 

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 

   

4.

1411044 - 740 Nesbakki 9 -11 - byggingarleyfi, breytingar úti og inni

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Hafsteins Birgissonar fh. Hlífars Þorsteinssonar dagsett 7. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti íbúðar 0201, Nesbakka 9-11. Hönnuður er Pro-Ark Teiknistofa og byggngarstjóri er Sigurjón Kristinsson. Eftir breytingar verður íbúðin 166,8 m2 og 400,1 m3.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1410169 - 750 Skólavegur 50a - byggingarleyfi - gluggar

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Smára Einarssonar, Skólavegi 50a á Fáskrúðsfirði dagsett 22. októbeber 2014 þar sem sótt er um leyfi til að bæta við 600x1000 mm glugga með opnanlegu fagi á austurhlið hússins.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

6.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri - Trúnaðarmál

 

Fyrir liggja tilboð í byggingu leikskóla á Neseyri, Neskaupstað. Tilboð voru opnuð mánudaginn 3. nóvember 2014.
Gild tilboð bárust frá tveimur aðilum og eru þau eftirfarandi.
Tilboð MVA ehf er 634.917.370 kr. eða 133 % af kostnaðaráætlun
Tilboð VHE ehf er 514.065.507 kr. eða 107 % af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun hönnuða er 478.889.542 kr.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tilboðin og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

 

   

7.

1402076 - Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð

 

Í samræmi við bókun á 97. fundi nefndarinnar um að farið verði í átak í skráningu gáma og annara stöðuleyfisskyldra lausafjármuna hefur rúmlega 100 lóðarhöfum verið sent bréf vegna rúmlega 200 gámaeininga.

 

   

8.

1411028 - Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa

 

Lagt fram til kynningar bréf Péturs Bolla Jóhannssonar formanns Félags byggingarfulltrúa dagsett 3. nóvember 2014 þar sem bent er á að frá og með 1. janúar 2015 skuli samkvæmt Mannvirkjalögum og byggingarreglugerð, byggingarfulltrúar, hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa komið sér upp og innleitt gæðastjórnunarkerfi. Frá 1. janúar 2018 skulu þessir aðilar einnig vera komnir með faggildingu á störf sín.

Eftir 1. janúar 2015 geta hönnuðir ekki lagt inn teikningar til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa, iðnmeistarar ekki skráð sig á verk eða byggingarstjórar haft eftirlit með verkum nema að þeir hafi innleitt gæðastjórnunarkerfi.

 

   

9.

1410076 - Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015

 

Vísað frá fundi bæjarstjórnar nr. 165, til frekari skoðunar í bæjarráði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og málið verður tekið fyrir í bæjarráði að fenginni tillögu nefndarinnar.
Nefndin felur framkvæmdasviði að afla frekari upplýsinga um málið og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18.