107. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

25.11.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 107. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 24. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Anna Katrín Svavarsdóttir sat fundinn undir liðum 1,2,3 og 19.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 4,5,6,7, 15 og 18.

Dagskrá:

 

1.

1410076 - Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015

 

Vísað frá fundi bæjarstjórnar nr. 165, til frekari skoðunar í bæjarráði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og málið verður tekið fyrir í bæjarráði að fenginni tillögu nefndarinnar. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá og viðauka og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin telur nauðsynlegt að unnið verði áfram að endurskoðun gjaldskrár meðal annars með það að markmiði að gæta jafnræðis milli allra barna.

 

   

2.

1304095 - Almenningssamgöngur - samningar 2014

 

Lögð fram drög af samningum um almenningssamgöngur á Austurlandi og skiptingu tekna af farmiðasölu, um akstur framhaldsskólanema í Fjarðabyggð, um akstur íþróttaiðkenda í Fjarðabyggðahöllina, um almenningsakstur milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar á grundvelli sérleyfis nr. F39 og um almenningsakstur milli Norðfjarðar og Egilsstaða á grundvelli sérleyfis nr. F38.
Nefndin samþykkir samninginn um almenningssamgöngur á Austurlandi og skiptingu tekna af farmiðasölu með fyrirvara um að tryggt verði að Fjarðabyggð fái greitt í samræmi við kostnað og umsýslu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning um akstur framhaldsskólanema í Fjarðabyggð.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning um akstur íþróttaiðkenda í Fjarðabyggðarhöllina.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning um akstur milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar á grundvelli sérleyfis f39 með fyrirvara um að aðkoma Fjarðaáls og Breiðdalshrepps greiði kostnað umfram sérleyfistekjur.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning um akstur milli Norðfjarðar og Egilsstaða á grundvelli sérleyfis númer f38
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd skorar á bæjarráð Fjarðabyggðar að skoða kosti og galla þess að almenningssamgöngur á Austurlandi verða settar í byggðasamlag í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi.

 

   

3.

1411015 - Skíðaakstur 2015

 

Lagt fram bréf Skíðafélagi Fjarðabyggðar dagsett 22.10.14 varðandi skíðaakstur fyrir árið 2015.
Nefndin vísar erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

 

   

4.

1411116 - 740 Víðimýri 7 - utanhúsklæðning - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn þórðar Ólafs Guðmundssonar, dagsett 18. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að klæða hús hans að Víðimýri 7 að utan með báruáli ásamt 50 mm einangrun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1411128 - 740 Vindheimanaust 7 - Byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Skúlasonar fh. G.Skúlason vélaverkstæði ehf, dagsett 19. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 315 m2 og um 1000 m3 viðbyggingu við hús fyrirtækisins að Vindheimanaust 7 á Norðfirði. Samþykki meðeiganda liggur fyrir. Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir stækkun bygginga á lóðinni.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi Naust 1 svo hægt verði að auka byggingarmagn innan lóðarinnar. Farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu og hún grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt samþykkir nefndin byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar búið er að breyta skipulagi og öll önnur tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

6.

1411101 - Kirkjuból - Steypustöð - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ívars Ragnarssonar fh. BM Vallá ehf dagsett 18 nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að reisa steypustöð við Kirkjuból í Norðfirði. Hönnuður er Ívar Ragnarsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1302169 - 740 - Deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar, skipulagsuppdráttur, greinargerð og skýringaruppdrættir, dags. 9. júlí 2014 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2014 nema að nafni skipulagsins verði breytt í Deiliskipulag miðbæjar Neskaupstaðar. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við samþykkt.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

8.

1411077 - 305. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur)

 

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur). Umsögn óskast send fyrir 26.nóvember 2014.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

9.

1411078 - Tillagu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321. mál.

 

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, umsögn óskast send fyrir 26.nóvember 2014.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

10.

1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 119. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

 

   

11.

1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning

 

Lagt fram til kynningar minnisblað Mannvits frá 14.nóvember er varðar málefni Norðfjarðarflugvallar vegna hækkunar á vatnsborði leirunnar við völlinn.

 

   

12.

1411093 - Opnunartímar sorphirðustöðva

 

Lagður fram tölvupóstur frá Óskari Þór Guðmundssyni, dagsettur 8.nóvember, varðandi misræmi í opnunartíma sorphirðustöðva. Frestað til næsta fundar.

 

   

13.

1410033 - Tillaga að lagfæringu við Norðfjarðarvita

 

Erindi frá Hafþóri Eiríkssyni dags. 4. október 2014 þar sem hann vill koma á framfæri tillögu þess efnis að umhverfi Norðfjarðarvita verði lagfært. Erindið var kynnt í hafnarstjórn 21. október 2014 og jafnframt vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.

 

   

14.

1410182 - Tillaga um varðveislu og endurbótum á gömlum fjárréttum og lofvarnabirgi á Reyðarfirði

 

Lagt fram bréf Ásmundar Ásmundssonar er varðar endurbætur á fjárréttum. Frestað til næsta fundar.

 

   

15.

1411131 - Umsókn um aðstöðu fyrir strandblaksvöll á Reyðarfirði

 

Lagt fram bréf blakdeildar Umf. Vals á Reyðarfirði, dagsett 21. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir strandblakvöll á leikvelli við Hermes eða bakvið Búðareyri 4 á Reyðarfirði.
Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna hugmyndina fyrir húseigendum að Brekkugötu 2, 4 og 6, Eyrarstíg 3 og 4 og Búðareyri 4 og 6

 

 

 

 

 

 

   

17.

1409061 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd

 

Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 21. nóvember 2014, varðandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun.
Nefndin samþykkir fram lagðar tillögur og vísar erindinu til bæjarráðs.

 

   

18.

1406053 - Almenningssamgöngur 2014

 

Lög fram samantekt um rekstur málaflokksins frá áramótum til loka októbers 2014.
Nendin leggur til að í ljósi niðurstöðu í rekstri málaflokksins verði samningur við SSA endurskoðaður.

 

   

19.

1411013F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 58

 

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

19.1.

1411053 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.2.

1411070 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.3.

1411108 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.4.

1411106 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.5.

1411121 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.6.

1411107 - Umsókn um stöðuleyfi á skipulögðu gámasvæði

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

19.7.

1411062 - Umsókn um stöðuleyfi á skipulögðu gámasvæði

   

Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

 

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.