108. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

9.12.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 108. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 8. desember 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Helga Hreinsdóttir sat fundinn undir lið 1.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 12, 14, 23 og 24.

Ragnar Sigurðsson var í síma.

Dagskrá:

 

1.

1406010 - Kynning á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2014

 

Helga Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands kom á fundinn með kynningu á starfseminni.

 

   

2.

1408113 - 735 - Grenndarkynning varnargarða í Hlíðarendaá

 

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 2. desember 2014, varðandi niðurstöðu grenndarkynningar en engar athugasemdir bárust.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að óska eftir því að verkið verði boðið út og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra varnarmannvirkja.

 

   

3.

1412050 - 735 Bleiksárhlíð 57 - bygginarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Níels Sigurðar Þorvaldssonar, dagsett 4. desember 2014, þar sem sótt er um leyfi til að skipta út stofuglugga og setja annan með hurð í staðinn. Einnig er sótt um leyfi til að byggja 21 m2 sólpall við austurhlið hússins.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

     

 

4.

1412032 - 735 Strandgata 120 - Byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sævars Guðjónssonar Strandgötu 120 á Eskifirði, dagsett 25. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja glugga og gönguhurð í stað bílskúrshurðar sem nú er samkvæmt teikningu frá Arkitekta- og verkfræðistofunni AVH ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1411129 - 740 deiliskipulag Naust 1 - óveruleg breyting v. Vinheimanaust 7

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulaginu Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dagsett 4. desember 2014.
Grenndarkynningu er lokið með samþykki allra nágranna.
Málsmeðferð verði í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

6.

1411157 - 750 Ljósaland – byggingarbréf

 

Lögð fram fyrirspurn Soffíu Theodórsdóttur fh. Byrs fasteignasölu þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar á sölu á íbúðar- og útihúsum að Ljósalandi í Fáskrúðsfirði. Ljósaland er í eigu sveitarfélagsins en ábúðarsamningur er í gildi fyrir landið.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 26.nóvember 2014.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gerður verði lóðarleigusamningur um húsin, að gerður verður sérstakur samningur um landið sem nú tilheyrir Ljósalandi og að gerð verði yfirlýsing um að núverandi ábúðarsamningur sé fallinn úr gildi.

 

   

7.

1411151 - Umsókn um stöðuleyfi

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Sigurðssonar fh. Fjarðablikks ehf. dagsettur 22. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir afstöðu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma milli lóðar hans að Hjallaleiru 15 og geymslusvæðis fyrir gáma á Reyðarfirði sem er á næstu lóð.

Nefndin getur ekki fallist á að gámar séu staðsettir utan lóða.

 

   

8.

1410022 - Beiðni um framlengingu á staðsetningu starfsmannabúða að Haga 2014

 

Beiðni um framlengingu stöðuleyfis starfsmannabúða tekið fyrir. Viðræður hafa farið fram við Alcoa um málið og samþykkir nefndin að stöðuleyfi verði framlengt til 30. júní 2015. Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra.

Einnig eru lögð fram til drög að viðauka við samning um stöðuleyfi starfsmannabúðanna við Haga. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að viðauka við samning frá 28. júní 2014 og vísar málinu til staðfestingar bæjarráðs.

 

   

9.

1303010 - Norðfjarðargöng - umsókn um framkvæmdaleyfi

 

Lögð fram til kynningar gögn frá Vegagerðinni, dagsett 15. og 17. nóvember 2014, varðandi snjóflóðavarnir neðan við Sörlagil.

 

   

10.

1411149 - Umsókn um staðsetningu á Vindmyllu

 

Lagður fram tölvupóstur Gunnars Geirs kristjánssonar dagsettur 22. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja sólarsellur á mæni bílskúrs að Skólavegi 56 á Fáskrúðsfirði. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir uppsetningu á 600-1000w og 8-10 m hárrar vindmyllu aftan við bílskúrinn.

Nefndin telur að vegna sjónmengunnar og mögulegrar hávaðamengunnar eigi vindmylla ekki heima í þéttbýli en gerir ekki athugasemd við uppsetningu á sólarsellum.

 

   

11.

1411160 - Ósk eftir fundi vegna útsent bréf um stöðuleyfi gáma og annara lausafjármuna í Fjarðabyggð

 

Lagt fram bréf frá Agnari Bóassyni, dagsett 24. nóvember 2014, varðandi stöðuleyfi gáma og annara lausafjármuna í Fjarðabyggð.

Nefndin felur formanni eigna- skipulags- og umhverfisnefndar að ræða við bréfritara.

 

   

12.

1412048 - Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og gerð deiliskipulags við Urriðavatn

 

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn, dagsett 25. nóvember 2014. Óskað er eftir umsögn um skipulagslýsinguna.samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna

 

   

13.

1412038 - Brennustæði á Eskifirði

 

Lagt fram erindi frá Íbúasamtökum Eskifjarðar, dagsett 3. desember 2014, varðandi staðsetningu áramótabrennu.
Nefndin samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leyti en gerir fyrirvara um mengunarvarnir og samþykki til þess bærra aðila.

 

   

14.

1412009 - Girðing á athafnasvæð Samskipa við Hafnargötu 6, Reyðarfirði.

 

Lagt fram bréf Ásmundar Ásmundssonar, er varðar girðingu á athafnasvæði Samskipa.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fylgja eftir að athafnasvæðið verði afgirt í samræmi við skilyrði starfsleyfis.

 

   

15.

1412001 - Drög að samþykktum um gæludýrahald á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis

 

Lögð fram drög að samþykktum um gæludýrahald.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

 

   

16.

1407100 - Flúormælingar 2014

 

Lagðar fram til kynningar niðurstöður fyrir mælingar á flúor í heyi fyrir sumarið 2014. Niðurstöðurnar eru góðar, meðaltalið er 11 µg/g hey samanborið við 24 µg/g hey fyrir 2013.

 

   

17.

1411093 - Opnunartímar sorphirðustöðva

 

Lagður fram tölvupóstur frá Óskari Þór Guðmundssyni, dagsettur 8. nóvember 2014, varðandi misræmi í opnunartíma sorphirðustöðva.
Nefndin telur rétt að endurskoða opnunartíima á gámavöllum og felur sviðsstjóra að svara bréfritara.

 

   

18.

1411152 - Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018

 

Lögð fram til kynningar stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 til 2018.

 

   

19.

1410182 - Tillaga um varðveislu og endurbótum á gömlum fjárréttum og lofvarnabirgi á Reyðarfirði

 

Lagt fram bréf Ásmundar Ásmundssonar er varðar endurbætur á fjárréttum.
Nefndin þakkar bréfritara góðar ábendingar og felur sviðsstjóra, í samvinnu með forstöðumanni safnastofnunar Fjarðabyggðar, að skráningu minja með varðveislu og merkingu í huga.

 

   

20.

1412058 - Hreindýraarður 2014

 

Lögð fram drög frá Umhverfisstofnun, dagsett 4. desember 2014, varðandi skiptingu hreindýraarðs fyrir árið 2014.

 

   

21.

1409120 - Umferðaröryggisáætlun

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra, dagsett 1. desember 2014, varðandi starfshóp við gerð umferðaröryggisáætlunar.

 

22.

1311091 - Umferðaröryggi við leik- og grunnskóla

 

Lagt fram bréf Önnu Margrétar Sigurðardóttur, formanns foreldrafélags Nesskóla, auk gagna er varða umferðarmál í Neskaupstað.
Vísað til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.
Nefndin þakkar bréfritara góða skýrslu og vísar henni inn í vinnu starfshóps við gerð umferðaröryggisáætlunar.

 

   

23.

1411134 - Aðalskipulagsbreyting Norðfjarðarhafnar

 

Að beiðni hafnarstjórnar hefur bæjarstórn samþykkt að breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð og deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni vegna breytinga á Norðfjarðarhöfn.

 

   

24.

1412002F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 60

 

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

24.1.

1404137 - 730 Ósk um stöuleyfi fyrir gámi, Sesam brauðhús

   

Samþykkt

 

 

24.2.

1412004 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

24.3.

1412006 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

24.4.

1412007 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

24.5.

1411156 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

24.6.

1412026 - Umsókn um stöðuleyfi - Bólsvör 1

   

Samþykkt

 

 

24.7.

1412023 - Umsókn um stöðuleyfi - Skólavegur 107

   

Samþykkt

 

 

24.8.

1412027 - Umsókn um stöðuleyfi-Grímseyri 10

   

Samþykkt

 

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.