109. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

12.1.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 109. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 12. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 3 til 14 og 22 - 23

Dagskrá:

 

1.

1501067 - Samgöngur v íþróttafólks

 

Lagður fram tölvupóstur frá íþróttafélaginu Þrótti, sem barst 2. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að eigna- skipulags- og umhverfisnefnd taki upp málefni ungmenna á aldrinum 16 - 18 ára sem nýta sér almenningssamgöngur til að fara á æfingar.
Framkvæmdasvið er að vinna að tillögum að lausnum fyrir íþróttaiðkendur og unglinga í Fjarðabyggð á aldrinum 16 - 18 ára.

 

   

2.

1411015 - Skíðaakstur 2015

 

Lagt fram bréf Skíðafélagi Fjarðabyggðar dagsett 7.1.15 varðandi skíðaakstur fyrir árið 2015 þar sem óskað er eftir að ferðum vegna skíðaæfinga verði fjölgað.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

3.

1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi hafnarsvæðis Norðfjarðarhafnar, dagsett 8. janúar 2015.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulags- og matslýsingu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

 

 

4.

1501060 - 730 Hraun 1 - breyting á burðavirki -Byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björns Sveinssonar hjá Verkís fh. Alcoa Fjarðaáls, dagsett 7. janúar 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja nýja forsteypta gólfplötu í stað skemmdrar í kerskála fyrirtækisins.
Hönnuður er HRV hf, byggingarstjóri er Björn Sveinsson.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1412124 - 730 Hraun 6 - umsókn um lóð

 

Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar R. Gíslasonar fh. Gámaþjónusut Austurlands - Sjónarás ehf, dagsett 18. desember 2014 þar sem óskað er eftir lóðinni að Hrauni 6 við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði undir byggingu skrifstofu- og iðnaðarhúsnæðis.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta Gámaþjónusut Austurlands - Sjónarás ehf lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

 

   

6.

1410060 - 730 Stekkjarbrekka 3 - byggingarleyfi - Bílskúr

 

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkti á 104 fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi vegna bílskúrs að Stekkjarbrekku 3 á Reyðarfirði.

Grenndarkynningu byggingarleyfis er lokið án athugasemda.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1501059 - 735 Strandgata 6 - Gufuskilja - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Einars Birgis Kristjánssonar fh. Tandrabergs ehf, dagsett 7. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp gufuskilju fyrir trjákurlsverksmiðju sem starfrækja á í húsnæði fyrirtækisins að Strandgötu 6 á Eskifirði.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

 

 

8.

1412067 - 740 Blómsturvellir 1a - umsókn um nýjan lóðaleigusamning

 

Lagður fram tölvupóstur Önnu Þóru Árnadóttur og Jóns Más Jónssonar dagsettur 5. desember 2014 þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur um lóð þeirra að Blómsturvöllum 1a á Norðfirði.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

   

9.

1501103 - 740 Blómsturvellir 41 umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 9. janúar 2015, varðandi niðurrif hússins að Blómsturvöllum 41 á Norðfirði.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

10.

1501102 - 740 Naustahvammur 52 umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 9. janúar 2015, varðandi niðurrif hússins að Naustahvammi 52 á Norðfirði.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

11.

1412071 - 740 Hafnarbraut 15 - Byggingarleyfi - breyting utanhúss

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vilhjálms Skúlasonar fh. Nestaks ehf, dagsett 8. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að setja útihurð og glugga á norðurhlið hússins að Hafnarbraut 15 á Norðfirði.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

 

 

12.

1412156 - 740 Skorrastaðir 3 - breyting á útihúsi í gistiaðstöðu - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þórðar Júlíussonar, dagsett 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til breyta útihúsum að Skorrastað 3 á Norðfirði í gistiheimili. Aðalhönnuður er Steindór H. Stefánsson. Byggingarstjóri er Magnús þórarinsson.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

13.

1501064 - 750 Hafnargata 13 - Breytt stærð lóðar

 

Lagt fram nýtt lóðarblað framkvæmdasviðs vegna breyttrar stærðar lóðar Hafnargötu 13 á Fáskrúðsfirði. Breytt stærð lóðar er tilkomin vegna staðsetningar nýs hótelhluta Franska spítalans að Hafnargötu 11. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir ný lóðarmörk Hafnargötu 13.

 

   

14.

1501090 - 750 Hlíðargata 4 - klæða hús að utan - Byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eyþórs Friðbergssonar, dagsett 9. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til klæða austurstafn húss hans að Hlíðargötu 4 á Fáskrúðsfirði að utan með sementstrefjaplötum ásamt 50 mm einangrun.

Eigna-, skpulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

15.

1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014

 

Lögð fram til kynningar 120. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

 

   

16.

1412114 - Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Síldarvinnsluna hf., Neskaupstað

 

Framlagt bréf Umhverfisstofnunar um kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.

 

   

17.

1412096 - Sala á íbúð - Nesbakki 5-7 íbúð 101

 

Kauptilboð hefur borist í eignina Nesbakki 5-7, íbúð 101 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti sölu íbúðarinnar og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

18.

1402003 - Reglur um sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar

 

Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra, dagsett 9. janúar 2015, varðandi breytingu á reglum um sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

19.

1501079 - Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2015

 

Lögð er fram tillaga frá eigna- og framkvæmdafulltrúa að lista yfir íbúðir í eigu Fjarðabyggðar sem auglýstar verða til sölu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur og felur mannvirkjastjóra að auglýsa til sölu íbúðir sem upp eru taldar á listanum. Einnig felur nefndin mannvirkjastjóra að fá tilböð frá fasteignasölum í sölulaun.

 

   

20.

1412160 - Starfsleyfi fyrir fráveitur þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð - Drög

 

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, dagsettur 30. desember 2014, varðandi starfsleyfi fyrir fráveitur í Fjarðabyggð.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að starfsleyfum.

 

   

21.

1412159 - Tillaga að samþykkt um fráveitumál

 

Lögð fram gögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, dagsett 30. desember 2014, varðandi samþykkt um fráveitumál.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram í samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands

 

   

22.

1412011F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 61

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 61

 

22.1.

1412072 - 740 Umsókn um stöðuleyfi - Borgarnaust 6

   

Samþykkt

 

 

22.2.

1412134 - 740 Umsókn um stöðuleyfi - Nesgata 6

   

Samþykkt

 

 

22.3.

1412140 - Umsókn um stöðuleyfi - Goðatún 4

   

Samþykkt

 

 

22.4.

1412092 - Umsókn um stöðuleyfi - Grímseyri 11b

   

Samþykkt

 

 

 

 

22.5.

1412135 - Umsókn um stöðuleyfi - Vindheimanaust 8

   

Samþykkt

 

 

   

23.

1501006F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 62

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 62

 

23.1.

1306054 - 750 Skólavegur 55 - fjölgun íbúða

   

Samþykkt

 

 

23.2.

1501087 - Umsókn um stöðuleyfi vinnubúða - leikskóli Neseyri - Eyrargata 5

   

Samþykkt

 

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.