110. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

28.1.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 110. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 26. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 5 og lið 11.

Dagskrá:

 

1.

1302169 - 740 - Deiliskipulag miðbæjar Neskaupstaðar

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, deiliskipulag miðbæjar Neskaupstaðar, skipulagsuppdráttur, greinargerð og skýringaruppdrættir, dags. 9. júlí 2014, breytt 1. desember 2014 í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa og 23. janúar 2015 í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar dagsettar 12. janúar 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við samþykkt.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

2.

1501221 - Umsókn um stöðuleyfi - starfsmannaaðstaða Eimskips

 

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf. fh. Eimskips, dagsett 19. janúar 2015, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Nefndin samþykkir útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn noti árið til að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn, hvort sem um er að ræða verktaka eða starfsmenn hafnarinnar.

 

   

3.

1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði

 

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, ásamt umhverfisskýrslu, vegna stækkunar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu

 

   

 

 

4.

1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga

 

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi, greinagerð og umhverfisskýrslu vegna akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu

 

   

5.

1402084 - Vélsmiðjan á Neseyri

 

Lagt fram bréf frá Óla Hans Gestssyni, dagsett 7. október 2014, þar sem óskað er eftir viðræðum við Fjarðabyggð um kaup á gömlu vélsmiðjunni á Neseyri að Eyrargötu 5. Einnig lögð fram beiðni um afsal húsnæðisins til Guðröðar Hákonarsonar og Guðbjarts Hjálmarsson til endurgerðar hússins.
Bæjarráð óskar eftir umsögn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar er varðar skipulagsmál svæðisins.

Samkvæmt aðalskipulagi er Eyrargata 7 innan reits Í6/S2 þar sem gert er ráð fyrir íbúðarsvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir. Innan íbúðasvæða er hægt að starfrækja minniháttar verslunar- og þjónustustarfsemi. Samkvæmt deiliskipulagi Neseyrar eru allar byggingar við Eyrargötu víkjandi.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að framkomnar hugmyndir samræmast ekki gildandi deiliskipulagi á Eyrinni og þeim markmiðum sem sett voru við gerð skipulagsins.

 

   

6.

1501145 - Fundaskipulag ESU 2015

 

Lögð fram tillaga formanns eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, dagsett 13. janúar 2015, að fundaskipulagi nefndarinnar frá janúar til maí 2015.  Nefndin samþykkir tillöguna.

 

   

7.

1501208 - Leiga á hluta af tjaldsvæði

 

Lagt fram bréf frá Björgvini Þór Þorsteinssyni, dagsett 19. janúar 2015, varðandi leigu á hluta af tjaldsvæðum.
Nefndin þakkar bréfritara áhugann og óskar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu til málsins.

 

   

8.

1103156 - Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði

 

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands um að kveða skuli til dómskvadda matsmenn vegna vatnsréttinda í Fannardal. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.

 

   

 

 

9.

1501268 - 403.mál til umsagnar um örnefni

 

Framlagt bréf Allsherjar- og menntamálanefndar til umsagnar frumvarp til laga um örnefni(heildarlög), 403. mál.Frumvarpið er nú lagt fram í þriðja sinn með lítils háttar breytingum frá upphaflegu frumvarpi.Stuðst verður við umsagnir sem bárust á síðasta þingi en umsagnaraðilar geta eigi að síður sent nýjaumsögn um frumvarpið.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarrétt.

 

   

10.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

Lögð fram gögn varðandi hljóðhönnun og byggingakostnað leikskólans á Neseyri.  Nefndin leggst ekki gegn tillögum að breytingum sem lagðar eru til í minnisblaði.

 

   

11.

1501013F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 63

 

Lögð fram fundargerð byggingafulltrúa nr 63

 

11.1.

1501144 - Umsókn um stöðuleyfi

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.