111. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

9.2.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 111. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 9. febrúar 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Anna Katrín Svavarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 2 - 9 og 12.

Dagskrá:

 

1.

1406053 - Almenningssamgöngur 2014

 

Ýmsir hagræðingarmöguleikar voru ræddir og felur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd framkvæmdasviði að vinna tillögur að hagræðingu og leggja fyrir nefndina.

 

   

2.

1502006 - 730 Strandgata 7 - Byggingarleyfi - niðurrif húss

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðarhafna, dagsett 2. febrúar 2015, þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús Hafnarsjóðs að Strandgötu 7 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

3.

1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að láta vinna deiliskipulag Hlíðarenda á Eskifirði.
Skipulagssvæðið verði frá sjó vestan lóðar Strandgötu 64, ofan strandgötu, ofan ofanlóðavarna í Ljósá og Hlíðarendaá, ofan og austur fyrir Svínaskálahlíð og til sjávar.
Megin markmið deiliskipulagsins verði ofanflóðavarnir í Ljósá og Hlíðarendaá, afmörkun lóða, skilgreining safnasvæðis og skilgreining umferðarleiða fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

 

   

4.

1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að láta vinna deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar.
Skipulagssvæðið verði frá sjó, vestan Grjótár, ofan ofanflóðavarna í Grjótá og Lambeyrará, ofan og austan Helgafells og Hátúns og vestan lóðar Strandgötu 64 til sjávar.
Megin markmið deiliskipulagsins verði ofanflóðavarnir í Grjótá og Lambeyrará, afmörkun lóða, skilgreining miðbæjarsvæðis og skilgreining umferðarleiða fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

 

   

5.

1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús

 

Lagt fram til kynningar bréf frá verkfræðistofunni Mannvit, dagsett 12. janúar 2015, varðandi fyrirhugaða hesthúsabyggingu á jörð Eskifjarðarsels.

 

   

6.

1502056 - 740 Eyrargata 7 -Byggingarleyfi -niðurrif húss

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 9. febrúar 2015, þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús sveitarfélagsins að Eyrargötu 7 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1502043 - 740 Hafnarbraut 14 - Breyta skráningu í Fasteignamati Ríkisins

 

Lagt fram bréf Marek Szulc, dagsett 6. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að skráningu á húsi hans að Hafnarbraut 14 á Norðfirði verði breytt úr verbúð í einbýlishús. Breytt skráning samræmist deiliskipulagi svæðisins.
Nefndin samþykkir að breyta skráningu hússins.

 

   

8.

1502018 - 750 Skólavegur 57 - breyting á nýtingu húss

 

Lagt fram bréf Önnu Marínar Þórarinsdóttur, dagsett 2. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að breyta skráningu á húsinu að Skólavegi 57 á Fáskrúðsfirði úr verslunar- og þjónustuhúsnæði í íbúðarhús. Jafnframt er óskað eftir að gangstétt við húsið verði færð að lóðarmörkum við Skólaveg. Skólavegur 57 er samkvæmt aðalskipulagi innan miðsvæðis.
Nefndin samþykkir að breyta skráningu hússins með fyrirvara um að breytingar á norðurhlið hússins og lóð falli að götumynd.

 

   

9.

1501306 - Tillaga að landsskipulagsstefnu - umsögn sambandsins

 

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, til Skipulagsstofnunar, vegna tillögu að landsskipulagsstefnu 2015 - 2026.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsögnina.

 

   

10.

1408057 - Nýting sjóvarma

 

Lögð fram skýrsla frá Varmalausnum um nýtingu sjóvarma til kyndingar á fjarvarmaveitu í Neskaupstað. Auk þess lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra, dagsett 22. nóvember 2014, um hagkvæmni og endurgreiðslutíma. Nefndin telur ljóst að við óbreyttar kringumstæður er ekki hagkvæmt fyrir Fjarðabyggð að leggja í slíka fjárfestingu. Þó er mikilvægt að skoða verkefnið ef orka til kyndingar hækkar umtalsvert.

 

   

11.

1501276 - Viðbragðsáætlun vegna Oddskarðsgangna

 

Lögð fram drög frá Vegagerðinni að viðbragðsáætlun vegna Oddsskarðsgangna. Vegagerðin óskar eftir samþykki eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

 

   

12.

1502004F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 64

 

Lagðar fram afgreiðslur byggingarfulltrúa nr 64

 

12.1.

1501286 - 740 Hafnargötu 1- umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.