112. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

24.2.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 112. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 23. febrúar 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson formaður, Ragnar Sigurðsson er var í síma, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Karlsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 12 og 14.

Dagskrá:

 

1.

1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur

 

Borist hefur ósk um að Fjarðabyggð nýti ekki forkaupsrétt sinn að Mýrargötu 2. Lagt er til að forkaupsrétturinn verði ekki nýttur þar sem breytingar á svæðinu eru ekki fyrirhugaðar í bráð.

 

   

2.

1206113 - Ósk um svæði fyrir jaðarsportfélagið 7-40

 

Lögð fram tillaga að viðauka við samkomulag um afnot Jaðarsportfélagsins 7-40. Í tillögunni er gert ráð fyrir að félagið fái afnot af porti milli Egilsbúðar og slökkvistöðvar. Staðsetningin er tímabundin lausn. Nefndin samþykkir staðsetninguna og að gerður verði viðauki við gildandi samkomulag.

 

   

3.

1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum

 

Lagt fram minnisblað Vegagerðarinnar, dagsett 15. janúar 2015, þar sem óskað eftir að breyta fyrirkomulagi efnisgeymslu við gangamunna Eskifjarðarmegin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að efnisgeymslu verði breytt með þeim hætti sem Vegagerðin leggur til. Geymsla efnis Eskifjarðarmegin verði eins og gert hefur verið ráð fyrir.

 

   

4.

1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 9. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

 

 

5.

1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda

 

Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsett 20. febrúar 2015, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.

 

   

6.

1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar

 

Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsett 20. febrúar 2015, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir matslýsinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.

 

   

7.

1502124 - 735 Strandgata 47 - Byggingarleyfi - notkunarbreyting

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andrésar Elíssonar fh. Hótel Eskifjarðar, dagsett 19. febrúar 2015, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun Strandgötu 47 á Eskifirði úr banka í hótel. Hönnuður er Steindór Hinrik Stefánsson arkitekt. Byggingarstjóri er Andrés Elísson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

8.

1502118 - 735 Strandgata, fyrirspurn um lóð og byggingarleyfi - sjóhús

 

Lagt fram bréf Gísla Hjartar Guðjónssonar, Guðjóns Antons Gíslasonar og Georgs Rúnars Ragnarssonar, dagsett 17 febrúar 2015 þar sem spurt er hvort heimild fengist til að byggja sjóhús milli strandgötu 60b og 64.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hægt sé að skoða byggingu sjóhúss á þessum stað og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í deiliskipulagsgerð miðbæjar Eskifjarðar.

 

   

9.

1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 26. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

 

 

10.

1306026 - 740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði

 

Fyrir liggur að sveitarfélagið sem eigandi jarðarinnar Kirkjuból hefur í hyggju að taka hluta jarðarinnar úr ábúð og nýta sjálft, sem og að skipuleggja hluta svæðisins fyrir frístundastarfsemi og sem efnistökusvæði. Ábúendum hafa verið kynnt þessi áform með óformlegum hætti.
Lögð er fram tillaga að formlegu bréfi til ábúenda frá sveitarfélaginu sem landeiganda þar sem grein er gerð fyrir ætlan sveitarfélagsins og þeim gefinn kostur á að koma afstöðu sinni og sjónarmiðum á framfæri áður en ákvörðun verður tekin. Samþykkt að slíkt bréf verði sent til ábúenda.

 

   

11.

1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, ásamt umhverfisskýrslu, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.

 

   

12.

1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni, ásamt umhverfisskýrslu, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.

 

   

13.

1103025 - Sjókvíaeldi í Reyðarfirði

 

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna 10.000 tonna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldis á laxi í Reyðarfirði. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem Laxar Fiskeldi setti fram og með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Kærufrestur er til 17.mars 2015.

 

   

14.

1110069 - 740 Egilsbraut 9, byggingarleyfi - Bílskúr

 

Lögð fram tillaga að bréfum vegna byggingarleyfis og umgengni á lóð að Egilsbraut 9 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda bréfin til eiganda eignarinnar.

 

   

 

 

15.

1502068 - 511.mál til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur

 

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála. Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

16.

1502067 - 427.mál til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög)

 

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

17.

1502065 - 455.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög),

 

Umsagnarfrestur um frumvarp til laga um náttúrupassa er til 20.febrúar nk. Vísað frá bæjarráði.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

18.

1502077 - 512. mál til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.

 

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

19.

1501175 - Almenningssamgöngur 2015

 

Lagt fram bréf frá Breiðdalshrepp dagsett 17.febrúar 2015 þar sem tryggt er fjármagn í samvinnuverkefni Fjarðabyggðar, Alcoa Fjarðaáls og Breiðdalshrepps til að halda úti akstri milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar.

 

   

20.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

Lagt fram til kynningar minnisblað, dagsett 17. febrúar 2015, eftir fund starfshóps um byggingu leikskóla á Neseyri.

 

   

21.

1405101 - Fráveita á Norðfirði - Stofnlögn og útrás

 

Lögð fram gögn um fyrirhugaða fráveituframkvæmd frá Bakkahverfi að Neseyri. Haft hefur verið samband við húseigendur sem eiga aðliggjandi eignir og hafa þeir allir skrifað undir að þeir gera ekki athugasemdir við framkvæmdina.
Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða verkið út.

 

   

22.

1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015

 

Lögð fram til kynningar 121. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands

 

   

23.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

 

Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð.
Nefndin felur sviðsstjóra að auglýsa reksturinn.

 

   

24.

1502026 - Viðbragðsáætlun fyrir Austurland vegna eldgosa í norðanverðum Vatnajökli

 

Lagður fram til kynnningar samstarfssamningur vegna viðbragðsáætlanagerðar vegna eldgosa í norðanverðum Vatnajökli, milli Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, almannavarnanefnda Múlaþings, Fjarðabyggðar, Breiðdalshrepps, Djúpavogshrepps og Lögreglustjórans á Austurlandi.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.