113. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

10.3.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 113. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 9. mars 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Anna Katrín Svavarsdóttir sat fundinn undir liðum 16 og 20.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 14.

Ragnar Sigurðsson boðaði veikindafráföll.

Dagskrá:

 

1.

1503014 - 730 Fagradalsbraut 2-4, umsókn um stækkun lóðar

 

Lagt fram bréf Jörgens Hrafnkelssonar byggingarstjóra Fagradalsbrautar 2-4 fh. Guðgeirs Einarssonar húseiganda, dagsett 9. febrúar 2015, þar sem sótt er um leyfi til að færa lóðarmörk Fagradalsbrautar 4 um 7 m til vesturs. Fagradalsbraut 2 minnkar að sama skapi og yrði skilað til Fjarðabyggðar aftur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem Fagradalsbraut 2 yrði of lítil til að nýtast undir frístundabúskap. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um mögulegar lausnir.

 

   

2.

1502136 - Umsókn um lóð undir frístundarhús

 

Lagt fram ódagsett bréf Gunnars Th. Gunnarssonar og Ástu Ásgeirsdóttur þar sem sótt er um lóð undir frístundahús austan og neðan við Haga í Reyðarfirði, milli Hagalækjar og Ljósár.
Umrætt svæði er samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 að hluta til innan þynningarsvæðis álvers, landbúnaðarsvæðis og þéttbýlisuppdráttar fyrir Reyðarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á úthlutun lóðar undir frístundabyggð á svæðinu þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi.

 

   

3.

1502155 - 730 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi - Flóttastigi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þorvarðar L. Björvinssonar fh. Festi hf, dagsett 26. febrúar 2015, þar sem sótt er um leyfi til að setja flóttastiga á norð-vesturhlið hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

4.

1503027 - 730 Hæðargerði 1d - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar fh. Elísabetar Benediktsdóttur, Hæðargerði 1d, dagsett 3. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að minnka glugga á baðherbergi að Hæðargerði 1d.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

5.

1502167 - 735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur

 

Lagður fram tölvupóstur Ævars Dungal, Domus fasteignasölu, dagsettur 26. febrúar 2015 þar sem spurt er hvort Fjarðabyggð hyggist nýta forkaupsrétt sinn á fasteigninni að Strandgötu 92 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd leggur til að forkaupsrétturinn verði ekki nýttur að þessu sinni og vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

 

   

6.

1503050 - 740 Hafnarbraut 15 - Byggingarleyfi - byggja við og breyta húsnæði

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Róberts Jörgensen fh. Nestaks ehf, dagsett 4. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við húsið að Hafnarbraut 15 á Norðfirði ásamt því að skipta eigninni upp í tvö verslunarrými. Húsið verður 259 m2 og 784 m3. Aðalhönnuður er Gunnar Larsson og byggingarstjóri er Vilhjálmur Skúlason.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur

 

Lagt fram til kynningar bréf frá Stefáni Má Guðmundssyni, dagsett 28. mars 2015, varðandi afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á ósk um að forkaupsréttur sveitarfélagsins á Mýrargötu 2 Norðfirði verði ekki nýttur. Bæjarstjóri hefur þegar svarað bréfinu eftir umfjöllun í bæjarráði og bæjarstjórn.

 

   

8.

1503002 - 740 Mýrargata 2 - endurnýjaður leigusamningur

 

Lagður fram tölvupóstur Þórarins Sigurberssonar fh. Sigurbergs Haukssonar, dagsettur 2. mars 2015 þar sem óskað er eftir að lóðarleigusamningur fyrir Mýrargötu 2 á Norðfirði verði endurnýjaður. Lögð fram tillaga að lóðarblaði samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við skipulag og lóðarblað.

 

   

 

 

9.

1503008 - 740 Þiljuvellir 21 - byggingarleyfi - varmadæla

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vilborgar Stefánsdóttur Þiljuvöllum 21 á Norðfirði, dagsett 1. mars 2015, þar sem óskað er eftir heimild til að setja varmadælu á vesturhlið hússins.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að varmadælan uppfylli viðmiðanir í Íslenskum staðili, ÍST45:2011, Hljóðvist-Flokkun íbúðar og atvinnuhúsnæðis.

 

   

10.

1501267 - 750 Búðavegur 60 - Byggingarleyfi, endurnýjun olíutanka

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásmundar Ingvarssonar, Ferli ehf fh. S-Fasteignir ehf, dagsett 2. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja þrjá eldsneytistanka ásamt nýrri sand- og olíuskylju við eldsneytisafgreiðslu fyrirtækisins að Búðavegi 60 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

11.

1211164 - 755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2014, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar

 

   

12.

1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum

 

Bæjarstjórn tók málið fyrir á 174. fundi sínum og vísaði erindinu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum um hugsanlegar útfærslur og leiðir áður en hægt er að afgreiða erindið endanlega.

 

   

13.

1503036 - Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 - endurskoðun

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf á endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007 til 2027.

 

   

14.

1409029 - Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands

 

Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands lögð fram til kynningar. Málinu var vísað frá Landbúnaðarnefnd sem fagnaði ályktunni og leggur til að farið verði í frekari flokkun á landbúnaðarlandi í Fjarðabyggð, á landi til skógræktar, jarðræktar og beitarlands.
Nefndin tekur undir að farið verði í þessa vinnu og felur sviðsstjóra að hefja vinnuna.

 

   

15.

1501175 - Almenningssamgöngur 2015

 

Lagður fram til samþykktar samningur um skipulagðar samgöngur og skiptingu kostnaðar vegna CTS-laustn Curron ehf.
Nefndin samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

 

   

16.

1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015

 

Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 6. mars 2015, um gjaldskrárhækkanir.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

 

   

17.

1503004 - 503.mál til umsagnar frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur)

 

Lagt fram til umsagnar 503.mál, frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur)
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

18.

1503005 - 504.mál til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur)

 

Lagt fram til umsagnar 504.mál, frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur)
Nefndin nýtir sér ekki umsagnarréttinn.

 

   

19.

1501209 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015

 

Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2015. Landbúnaðarnefnd samþykkti tillöguna að öðru leyti en að verðulaun til ráðinna refaveiðimanna verði 14.000 kr. á dýr í stað 10.500 kr.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

20.

1502145 - Samgönguáætlun 2015-2026

 

Samantekt helstu áherslna frá Samgönguþingi, lagðar fram til kynningar.

 

   

21.

1501213 - Aðalfundur Samorku 20.febrúar 2015

 

Ályktun aðalfundar Samorku, frá 20.febrúar 2015, lögð fram til kynningar.

 

   

22.

1503045 - Viðbragðsáætlun fyrir Fáskrúðsfjaðargöng

 

Lögð fram til umsagnar viðbragðsáætlun fyrir Fáskrúðsfjarðargöng.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við viðbragðsáætlunina og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

 

   

23.

1503007 - Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2014 og tillag um veiðikvóta og ágangssvæði 2015

 

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Náttúrustofu Austurlands um vöktun 2014 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2015.

 

   

24.

1503052 - Áfangastaðurinn Austurland - kynning

 

Lagður fram tölvupóstur frá markaðs- og upplýsingafulltrúa, dagsettur 6. mars 2015, varðandi kynningu á áfangastaðarhönnun Austurlands.
Formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar mun ásamt starfsmanni framkvæmdasviðs fá kynningu frá Austurbrú vegna verkefnisins.

 

   

25.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

Lögð fram drög að viðauka við verksamning þar sem fram koma breytingar á burðarvirki og frágangi á gólfhitakerfi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti viðaukann og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

26.

1502011F - Landbúnaðarnefnd - 12

 

Fundargerð landbúnaðarnefndar númer 12 frá 23. febrúar lögð fram.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti.

 

26.1.

1409029 - Ályktun Sambands ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands

 

26.2.

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

 

26.3.

1501209 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015

 

26.4.

1410109 - Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2013/2014

 

26.5.

1409167 - Ósk um beitiland við Hvalnes

 

26.6.

1502122 - Ósk um beitiland í Fáskrúðsfirði

 

26.7.

1502099 - Ósk um svæði til haustbeitar búfénaðar og túns til sláttar í Reyðarfirði

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.