114. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

25.3.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 23. mars 2015  og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 – 4.

Dagskrá:

 

1.

1412009 - Girðing á athafnasvæði Samskipa við Hafnargötu 5, Reyðarfirði.

 

Lögð fram til kynningar samskipti og upplýsingar vegna girðingar við Hafnargötu 5 á Reyðarfirði.

 

   

2.

1503167 - 740 Hafnarbraut 15 - stækkun á lóð

 

Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Bjarnadóttur fh. Nestaks ehf, dagsettur 13. mars 2015 þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar að Hafnarbraut 15 á Norðfirði.
Lögð fram tillaga að lóðarblaði samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðin verði stækkuð í samræmi við skipulag og lóðarblað.

 

   

3.

1412067 - 740 Blómsturvellir 1a - umsókn um nýjan lóðaleigusamning

 

Lagður fram tölvupóstur Önnu Þóru Árnadóttur og Jóns Más Jónssonar dagsettur 5. desember 2014 þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur um lóð þeirra að Blómsturvöllum 1a á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýr lóðarleigu-samningur verði gerður fyrir Blómsturvelli 1a.

 

   

4.

1503095 - 740 Bómsturvellir 1 - Ósk um endurnýjun á lóðaleigusamningi

 

Lagt fram ódagsett bréf Stanislaw Myszak, móttekið 12. mars 2015, þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur um lóð hans að Blómsturvöllum 1 á Norðfirði.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að nýr lóðarleigusamningur verði gerður fyrir Blómsturvelli 1.

 

   

5.

1503055 - Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða

 

Framlögð áskorun frá Íþróttafélaginu Þrótti um gerð heildarskipulags af Norðfjarðarvelli og völlur verði gerður nothæfur til æfinga og leikja.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram í samráði við forsvarsmenn Þróttar.

 

   

6.

1412001 - Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald

 

Lögð fram til umræðu drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald.
Nefndin felur sviðsstjóra að senda drögin til Heilbrigðiseftirlits Austurlands með þeim tillögum að breytingum sem gerðar hafa verið.

 

   

7.

1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015

 

Lögð fram til kynningar afgreiðsla bæjarráðs um hækkun á gjaldskrá og innheimtu á jöfnunargjaldi raforkudreifingar.

 

   

8.

1503133 - 166.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

 

Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Nefndin nýtir ekki umsagnarréttinn.

 

   

9.

1111011 - Steinhleðsla utan um ytri kirkjugarð Reyðarfjarðar

 

Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 16. mars 2015, varðandi aðkomu sveitarfélagsins að framkvæmdum við kirkjugarð Reyðarfjarðar.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra um að gert verði upp við kirkjugarð Reyðarfjarðar samkvæmt lögum nr. 36 frá 1993

 

   

10.

1304095 - Almenningssamgöngur - samningar 2014

 

Farið yfir stöðu mála varðandi samninga við akstursaðila og skráningarkerfi.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.