115. fundur eigna- skipulags - og umhverfisnefndar

27.3.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, föstudaginn 27. mars 2015 og hófst hann kl. 12:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Valur Sveinsson og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Fundurinn fór fram í gegnum síma.

Dagskrá:

 

1.

1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 23. febrúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

2.

1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 23. febrúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40.