116. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

13.4.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 116. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 13. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir og Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 9 og 19.

Svanhvít Yngvadóttir boðaði ekki forföll.

Dagskrá:

 

1.

1504058 - 730 Heiðarvegur 37 - Byggingarleyfi - Spítalakampur

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar hjá Trévangi ehf fh. Fjarðabyggðar, dagsett 31. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að klæða suður- og vesturhluta bakhúss Heiðarvegar 37 á Reyðarfirði að utan með bárujárni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

2.

1410010 - 740 Bakkabakki - umsókn um lóð utanum smáhýsi

 

Lagt fram bréf Brodda Þorsteinssonar fh Mílu ehf, dagsett 5. september 2014, þar sem óskað er eftir lóð umhverfis hús fyrirtækisins sem stendur við tjaldstæðið á Bökkunum á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

 

   

3.

1410011 - Þinglýsing á eignarheimildum vegna fasteignar á Engihjalla 750

 

Lagt fram bréf Brodda Þorsteinssonar fh Mílu ehf, dagsett 5. september 2014, þar sem óskað er eftir að lóð umhverfis hús fyrirtækisins á Engihjalla ofan Fáskrúðsfjarðar verði afmörkuð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afmarka lóð um húsið.

 

   

4.

1503214 - 740 Egilsbraut 23 - endurnýjun lóðarleigusamnings

 

Lagt fram bréf Ólafs Rúnars Ólafssonar hjá PACTA lögmenn fh. Stapa Lífeyrirssjóðs, dagsett 21. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir að lóðarleigusamningur fyrir Egilsbraut 23 á Norðfirði verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út nýjan lóðarleigusamning í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

 

   

5.

1504004 - 740 Skólavegur 12 - Byggingarleyfi - skilti

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar hjá Trévangi ehf fh. Fjarðabyggðar, dagsett 31. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að setja merkingar utaná Nesskóla.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

6.

1503196 - 750 Skólavegur 67 - byggingarleyfi - klæðning húss

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Óskars Ingimars Gunnarssonar Skólavegi 67 á Fáskrúðsfirði, dagsett 26. mars 2015, þar sem sótt er um leyfi til að einangra hús hans að utan og klæða með bárujárni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1503188 - Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.

 

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 25. mars 2015, um samkeppni sem er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi. Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til að skoða hvort tilnefna eigi svæði til skipulagsgerðar sem fallið gæti að markmiðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

 

   

8.

1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum

 

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni, dagsettur 10. apríl, varðandi nýja tillögu um frágang á efni úr Norðfjarðargöngum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að vinna áfram með málið í anda þeirra tillagna sem fyrir liggja.

 

   

9.

1306026 - 740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði

 

Mannvirkjastjóri kynnir svarbréf ábúenda og afstöðu þeirra. Samþykkt að sveitarfélagið óski eftir fundi með ábúendum og lögmanni þeirra til að fara yfir þau atriði sem nefnd eru í bréfinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

 

   

 

 

10.

1406056 - 735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá

 

Lagt fram minnisblað frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 1. apríl 2015, varðandi ræsi í Strandgötu.
Nefndin telur augljóst að ræsi gegnum Strandgötu sé hluti af verkefninu sem snýr að ofanflóðavörnum í Hlíðarendaá og felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram með Ofanflóðasjóði og Vegagerðinni.

 

   

11.

1501145 - Fundaskipulag ESU 2015

 

Lagt fram til umræðu fundarskipulag ESU jan - jún 2015

 

   

12.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

 

Innkaupareglur - yfirferð 2015
Skv. 34. gr. innkaupareglna skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna. Innkaupareglurnar skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn innan árs frá gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til umsagnar og reglurnar verði teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni yfirferð nefnda.
Nefndin telur að reglurnar hafi nýst vel en leggur til lítilháttar breytingar við viðmiðunarfjárhæðir. Mannvirkjastjóra falið að gera tillögur að breytingum og leggja fyrir nefndina.

 

   

13.

1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar

 

Frá 422. fundir bæjarráðs. Framlagt bréf Gunnars B. Ólafssonar þar sem óskað er afnota af landi Fjarðabyggðar í botni Reyðarfjarðar frá landamerkjum Sléttu og Fjarðabyggðar og út á Bjargareyri við norðanverðan Reyðarfjörð. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

 

   

14.

1502158 - Vinnuskóli 2015

 

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi vinnuskóla árið 2015.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirkomulagið fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

15.

1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015

 

Lögð fram tilboð og verklýsingar frá bjóðendum en alls bárust 4 tilboð.Nefndin felur sviðsstjóra að hefja viðræður við Landamerki ehf. sem er eini aðilinn sem bauð í rekstur allra tjaldsvæða í Fjarðabyggð.

 

   

16.

1504002 - Úrskurður vegna gjaldskrár vegna sorphirðu og förgunar

 

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsett 27. mars 2015, vegna gjaldskrár sorphirðu og förgunar hjá Akraneskaupstað

 

   

17.

1504070 - Mat á trjágróðri sem fer forgörðum eða er fluttur til

 

Lagður fram tölvupóstur frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsettur 23. mars 2015, varðandi reglur og samkomulags um mat á trjágróðri sem fer forgörðum eða er fluttur til.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að rita Ofanflóðasjóði bréf þar sem óskað er eftir við Ofanflóðasjóð að unnið verði mat á verðmæti gróðurs vegna ofanflóðavarna.

 

   

18.

1504001 - Verkefni í umhverfismálum og veitum 2015

 

Lagðir fram til umræðu verkefnalistar og minnisblað, dagsett 10. apríl 2015, varðandi forgangsröðun verkefna í umhverfis- gatna og veituframkvæmdum.

 

   

19.

1504006F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 65

 

Samþykkt

 

19.1.

1503163 - 730 Búðareyri 21 - umsókn um stöðuleyfi

   

Samþykkt

 

 

19.2.

1411091 - Umsókn um stöðuleyfi

   

Frestað

 

 

19.3.

1503162 - Umsókn um stöðuleyfi á skipulögðu gámasvæði

   

Samþykkt

 

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.