1.
|
1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
|
|
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Lagt fram sem trúnaðarmál, yfirlit yfir rekstur janúar - febrúar 2015 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - mars 2015.
|
|
|
|
2.
|
1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar
|
|
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Bæjarstjórn samþykkti á fundi 15. apríl 2015, að vísa skýrslunum til umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins og fól bæjarráði að vinni að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar verði fyrir bæjarstjórn í maí og júní nk. Opnir kynningarfundir verða haldnir miðvikudaginn í þessari viku fyrir almenning kl. 17:30 í Neskaupstað og kl. 20:30 á Reyðarfirði. Framhaldið verður vinnu við úrvinnslu fjárhagslegra upplýsinga í skýrslunum.
|
|
|
|
3.
|
1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015
|
|
Lögð fram tilboð og verklýsingar frá bjóðendum en alls bárust 4 tilboð. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að hefja viðræður við Landamerki ehf. sem er eini aðilinn sem bauð í rekstur allra tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Bæjarráð staðfestir ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að taka tilboði frá Landmerki ehf. og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
|
|
|
|
4.
|
1504130 - Valhöll Eskifirði - notkun á félagsheimilinu
|
|
Framlagt bréf áhugahóps um rekstur félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði sem óskar eftir að taka við rekstri þess til að fjölga viðburðum í húsinu. Bæjarráð þakkar erindið en vísar til samkomulags sem er í gildi við núverandi umsjónaraðila, Félag eldri borgara á Eskifirði, þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að hægt sé að halda viðburði í húsinu í samstarfi við umsjónaraðilann. Þá er verið að vinna að tillögum í tengslum við verkefnið Fjarðabyggð til framtíðar sem fjallar m.a. um rekstur félagsheimila.
|
|
|
|
5.
|
1504109 - Framkvæmdir við Strandgötu 73 Eskifirði
|
|
Framlagt bréf Smára Jensen Jónassonar og Klöru Lindar Guðmundsdóttur um lóðamörk eignarlóðar hans við Strandgötu Eskifirði og bílastæði á lóðinni. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
|
|
|
|
6.
|
1504134 - Hugmyndir íbúasamtaka Reyðarfjarðar um notkun Strandgötu 7 ; 730
|
|
Framlagt bréf Íbúasamtaka Reyðarfjarðar þar sem óskað er eftir að endurskoðuð verði ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um að Strandgata 7 á Reyðarfirði verði rifin og hún verði afhent hóp til að vera með markað í húsinu auk annarrar starfsemi. Þá liggur fyrir beiðni frá Pegasus um að fá húsið áfram fyrir tökur á framhaldi á þáttaröðinni Fortitude. Bæjarráð er tilbúið fyrir, sitt leyti, að greiða götu fyrir markað í húsnæðinu svo lengi sem það samrýmist þörfum Pegasus fyrir tökustað. Ekki verði um beint fjárframlag sveitarfélagsins að ræða til endurbóta á húsnæðinu. Þá verði húsið rifið að afloknum tökum á þáttaröðinni sbr. fyrri ákvarðanir um uppbyggingu miðbæjar á Reyðarfirði. Vísað til umsagnar hafnarstjórnar, sem eiganda hússins.
|
|
|
|
7.
|
1504133 - Fjarskiptamál - Póstfang 730 Fjarðbyggð
|
|
Framlagður tölvupóstur Ásmundar Ásmundssonar vegna lélegra útsendinga Rásar 2 á Reyðarfirði og brotajárns sem komið er yfir mön sem afmarkar athafnasvæði Hringrásar á Reyðarfirði. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir ábendinguna og felur forstöðumanni stjórnsýslu að kanna útsendingar Rásar 2 og koma ábendingum á framfæri. Þá er umhverfisstjóra falið að koma ábendingum um brotajárnsuppsöfnun á framfæri við Hringrás.
|
|
|
|
8.
|
1502158 - Vinnuskóli 2015
|
|
Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi vinnuskóla árið 2015. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrirkomulagið fyrir sitt leyti og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögur framkvæmdasviðs um skipulag vinnuskólans 2015.
|
|
|
|
9.
|
1406124 - Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
|
|
Framlögð tillaga að breytingum á skipan varamanns Sjálfstæðisflokks í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Út fer Óskar Þór Hallgrímsson og í stað hans kemur Dýrunn Pála Skaftadóttir.
|
|
|
|
10.
|
1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
|
|
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 30. mars 2015.
|
|
|
|
11.
|
1504003F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 116
|
|
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. apríl 2015.
|
|
11.1.
|
1503191 - Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar
|
|
|
Bæjarráð óskar eftir við landbúnaðarnefnd að við umsögn hennar verði heildstætt hugað að ráðstöfun nytja og hlunninda lands í eigu sveitarfélagsins.
|
|
|
|
|
12.
|
1504009F - Íþrótta- og tómstundanefnd – 11
|
|
Fram lögð til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. apríl 2015.
|
|
|
|