44. fundur félagsmálanefndar

28.5.2013

Félagsmálanefnd - 44. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 28. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00

 

 

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir, Anna Hlíf Árnadóttir, Elvar Jónsson og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri. Árni Helgason framkvæmdastjóri Hulduhlíðar, Ósk Bragadóttir framkvæmdastjóri Uppsala og Sigurður H. Pálsson endurskoðandi sátu fyrstu tvo fundarliði.

 

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.

1305120 - Ársreikningar 2012 -   Uppsalir

 

Sigurður H. Pálsson endurskoðandi fer yfir ársreikninga Uppsala. Félagsmálanefnd sem jafnframt fer með stjórn Uppsala staðfesti ársreikning vegna ársins 2012.

 

   

2.

1305119 - Ársreikningar 2012 -   Hulduhlíð

 

Sigurður H. Pálsson endurskoðandi fer yfir ársreikninga Hulduhlíðar. Félagsmálanefnd sem jafnframt fer með stjórn Hulduhlíðar staðfesti ársreikning vegna ársins 2012.

 

   

3.

1303022 - Námskeið í Brussel um   félagsmálastefnu ESB 17-19. apríl

 

Lagt fram minnisblað   félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna námsferðar í   Brussel í apríl sl. Formaður félagsmálanefndar tók þátt í ferðinni f.h.   Fjarðabyggðar.

 

   

4.

1302140 - Vinnuhópur um undirbúning   flutnings Hulduhlíðar

 

Formaður lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir heimsókn á Akureyri þann 16. maí sl. sem liður í undirbúningsvinnu vegna flutnings í nýja Hulduhlíð.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.