45. fundur félagsmálanefndar

28.8.2013

Félagsmálanefnd - 45. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 27. ágúst 2013 og hófst hann kl. 17:00

 

 

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Elvar Jónsson, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir, Stefán Már Guðmundsson og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.

1307050 - Leitað eftir sveitarfélögum   til að taka á móti hælisleitendum

 

Bréf innanríkisráðuneytisins frá 10.júlí   þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna móttöku á   hælisleitendum lagt fram til kynningar. Erindi var vísað til   félagsmálanefndar frá bæjarráði. Nefndin felur sviðsstjóra að afla nánari   upplýsinga um erindið.

 

   

2.

1306073 - Óviðundandi þjónusta   ferlimála í Fjarðabyggð

 

Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um   stöðu ferðaþjónustumála fatlaðs fólks í Fjarðabyggð.   Bæjarráð vísaði málinu til félagsmálanefndar til umræðu í tengslum við starfs-   og fjárhagsáætlun 2014. Nefndin felur sviðsstjóra að móta tillögu að   hugsanlegu útboði vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Fjarðabyggð.

 

   

3.

1303068 - Frumvarp til laga um   slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög), 635. mál.

 

Frumvarp til laga um slysatryggingar   almannatrygginga lagt fram til kynningar og umsagnar.

 

   

4.

1103057 - Breiðablik 2013

 

Lögð fram samantekt félagsmálastjóra   vegna umfjöllunar um öryggishnappa í Breiðablik auk áður framlagðs   minnisblaðs um Breiðablik.   Nefndin samþykkir að skilgreina íbúðir að Breiðablik í Neskaupstað sem   þjónustuíbúðir með þjónustustig 1. Í því felst m.a. að öryggishnappar eru í   öllum íbúðum. Vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði. Nefndin felur auk   þess sviðsstjóra að taka saman fyrirhugaðan kostnað vegna þessa m.t.t.   fjárhagsáætlunar vegna ársins 2014.

 

   

5.

1302140 - Framtíð gömlu Hulduhlíðar   2013

 

Minnisblað bæjarritara um stöðu og   nýtingu gömlu Hulduhlíðar lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1210135 - Gjaldskrár félagsþjónustu   2013

 

Farið yfir gjaldskrármál vegna   heimsendingu matar og heimaþjónustu í aðdraganda fjárhagsáætlunargerð vegna   ársins 2014. Sviðsstjóri tekur saman minnisblað þar sem tillögur vegna   gjaldskrármála eru útfærðar og verður lagt fyrir að nýju á næsta fundi.

 

   

7.

1307059 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar   2014

 

Reglur og tímarammi um   fjárhagsáætlunarferli Fjarðabyggðar vegna ársins 2014 lagt fram til   kynningar.

 

   

8.

1308067 - Málþing - Aðgerðaáætlanir   sveitarfélaga: kynbundið ofbeldi

 

Lagt fram til kynningar boð á lokað   málþing vegna aðgerðaáætlana sveitarfélaga um kynbundið ofbeldi.

 

   

9.

1303066 - Þörf á iþjuþjálfa í   Fjarðabyggð

 

Erindið áður framlagt á 42. fundi   félagsmálanefndar. Félagsmálastjóri hefur rætt við bréfritarara og gerir   grein fyrir þeim samskiptum. Þjónustusamningur er í gildi um 25% starf iðjuþjálfa   í Fjarðabyggð vegna málefna fatlaðs fólks. Nefndin felur sviðsstjóra að svara   bréfritara.

 

   

10.

1308072 - Staða málaflokka -   rekstraryfirlit 2013

 

Félagsmálastjóri fer yfir stöðu á rekstri   málaflokka 2013.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.