46. fundur félagsmálanefndar

11.9.2013

Félagsmálanefnd - 46. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, þriðjudaginn

 10. september 2013 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir, Elvar Jónsson sem sat fundinn í gegnum síma, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir, Helga Kristjana Eyjólfsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1309032 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2014 - Félagsmálanefnd

 

Bæjarstjóri sat þennan lið fundar og fór   yfir áherslur fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2014 með félagsmálanefnd.
  
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. september fjárhagsramma til   félagsþjónustu utan barnaverndarmála. Í forsendum er gert ráð fyrir 3% hækkun   á tekjum og kostnaði. Á sú verðbreyting við alla tekju- og kostnaðarliði   áætlunarinnar. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að framlag til félagslegra   íbúða lækki um 12 kr. á milli ára. Jafnframt eru teknir inn tekju- og   kostnaðarliðir vegna málefna fatlaðs fólks.
Að öðru leyti er gert ráð fyrir að brugðist verði við kostnaðarbreytingum með   sérstökum ákvörðunum og aðgerðum til að lækka útgjöld innan málaflokksins.   Haldið verður áfram að leita leiða til hagræðinga.
  
Fjárhagsrammi félagsmálanefndar vegna ársins 2014 er 259.482 þús. kr.
  

Þeim tilmælum er beint til félagsmálanefndar að leita allra leiða til frekari   hagræðingar í málaflokki sínum og að ýtrasta aðhalds verði gætt eins og áður   í rekstri komandi árs. Við ákvörðun um hagræðingu skal ávallt meta áhrif á   þjónustustig.

 

   

2.

1210135 - Gjaldskrár félagsþjónustu   2013

 

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um   gjaldskrármál vegna heimsendingu matar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar vegna   ársins 2014. Í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2013 lagði   félagsmálanefnd Fjarðabyggðar það til við bæjarráð í erindi dags. þann 19.   október 2012, að hækka ekki gjaldskrár vegna félagslegrar heimaþjónustu. Var   þar átt við gjaldskrá vegna heimsendingu matar og þrifa. Gjaldskrá vegna heimsendingu matar hefur ekki tekið neinum breytingum að   undanskildum verðlagsþróun og verðbólgu sl. ár. Í dag kostar heimsendur matur   660 kr. Heimsendur matur er í boði alla virka og er akstur innifalinn í verðinu.

Nefndin er sammála um að gera verði breytingar á gjaldskrá enda hafa hækkanir   ekki orðið umfram verðlagsþróun og verðbólgu sl ár. Formanni og sviðsstjóra   falið að ræða hugmyndir nefndarinnar við bæjarráð.

 

   

3.

1208105 - Starfsáætlun félagsmálanefndar   2013

 

Lögð fram starfsáætlun frá síðasta ári.   Farið yfir verkefnastöðu m.t.t. starfsáætlunar vegna komandi árs.

 

   

4.

1306087 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Sigríður Inga Björnsdóttir ráðgjafi sat   þennan fundarlið. Lögð fram greinargerð ráðgjafa ásamt fylgigögnum vegna   umsóknar aðila um leyfi til að gerast dagforeldri. Allar umsagnir um aðila eru   jákvæðar. Umsækjandi óskar eftir að veitt verði undanþága svo unnt verði að   vista fimm börn hjá dagforeldri í stað fjögurra eins og reglugerð um daggæslu   barna í heimahúsum kveður á um. Nefndin samþykkir að aðila verði veitt leyfi   til þess að starfa sem dagforeldri í Fjarðabyggð sbr. reglugerð nr. 907/2005.   Nefndin samþykkir jafnframt undanþágu þess efnis að dagforeldri verði heimilt   að hafa í sinni umsjá fimm börn í stað fjögurra eins og reglugerð kveður á   um, á fyrsta starfsleyfisári svo unnt sé að koma til móts við þarfir foreldra  í Neskaupstað. Ráðgjafa falin frágangur á starfsleyfi.

 

   

5.

1308124 - Beiðni um niðurgreiðslu   vegna daggæslu barna í heimahúsi

 

Sigríður Inga Björnsdóttir ráðgjafi sat   þennan fundarlið. Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna umsóknar aðila um   undanþágu frá reglum um endurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum.   Nefndin samþykkir beiðni um undanþágu og felur ráðgjafa úrvinnslu málsins.   Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

6.

1309031 - Landsfundur jafnréttisnefnda   2013

 

Lagt fram til kynningar boð á landsfund   jafnréttisnefnda sem fram fer á Hvolsvelli þann 27. september nk.   Félagsamálanefnd fer með umsjón jafnréttismála í Fjarðabyggð skv. samþykkt   nefndarinnar. Nefndin samþykkir að senda fulltrúa sinn á landsfundinn.

 

   

7.

1203050 - Breyting á skipan í nefndir   Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014

 

Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir tekur   sæti sem nýr aðalmaður sem fulltrúi Fjarðalistans en Anna Hlíf Árnadóttir   hættir sem aðalmaður.
 Sigríður Margrét Guðjónsdóttir kemur inn sem nýr varamaður sem fulltrúi   Fjarðalistans í stað Ástu Eggertsdóttur sem er hætt. Nefndin þakkar fráfarandi nefndarmönnum fyrir samvinnuna og bíður jafnframt nýjan vara- og   aðalmann velkomna.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.