47. fundur félagsmálanefndar

10.10.2013

Félagsmálanefnd - 47. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

miðvikudaginn 9. október 2013 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Guðlaug Dana Andrésdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

 

1.

1309032 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2014 - Félagsmálanefnd

 

Lögð fram drög að starfs- og   fjárhagsáætlun félagsmálanefndar vegna ársins 2014. Nefndin samþykkir   framlögð drög og felur sviðsstjóra að taka saman minnisblað um helstu   forsendur málaflokka innan félagsþjónustu og þróun m.t.t. þjónustuþarfar á   komandi ári. Vísað til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35.