49. fundur félagsmálanefndar

4.12.2013

Félagsmálanefnd - 49. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

þriðjudaginn 3. desember 2013 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1009112 - Reglur um fjárhagsaðstoð

 

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra með   tillögum að breytingu á núverandi reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð.   Nefndin samþykkir tillögu að breytingu á núverandi reglum um fjárhagsaðstoð   og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

2.

1103057 - Breiðablik 2013

 

Lagðar fram drög að reglum um   þjónustuíbúðir í Breiðablik sem taka gilda þann 1. janúar 2014. Nefndin   samþykkir framlögð drög að reglum um þjónustuíbúðir í Breiðablik og vísar til   umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

3.

1311169 - Fjölskyldumeðferð SÁÁ -   Helgarnámskeið í Fjarðabyggð

 

Fram lagt erindi frá SÁÁ um   helgarnámskeið í Fjarðabyggð undir yfirskriftinni   "Fjölskyldumeðferð" þar sem haldnir eru fyrirlestrar um áfengissýki   og vímuefnafíkn. Bæjarráð vísaði erindinu til félagsmálanefndar. Nefndin   felur sviðsstjóra að ræða við forsvarsaðila SÁÁ um námskeið í fjölskyldumeðferð   í Fjarðabyggð.

 

   

4.

1311096 - Umsókn um að gerast   stuðningsforeldri

 

Lögð fram greinargerð verkefnastjóra   vegna umsóknar aðila um leyfi til þess að gerast stuðningsforeldrar. Nefndin   samþykkir jákvæða greinargerð og samþykkir að veita aðilum leyfi til þess að   gerast stuðningsforeldrar. Verkefnastjóra falið að ganga frá úrvinnslu máls.

 

   

5.

1311054 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Lögð fram umsókn um leyfi til þess að   gerast dagforeldri. Nefndin samþykkir að veita aðila leyfi til þess að gerast   dagforeldri. Ráðgjafa falin úrvinnsla og útgáfa leyfis.

 

   

6.

1311193 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Lögð fram umsókn um leyfi til þess að   gerast dagforeldri. Nefndin samþykkir að veita aðila leyfi til þess að starfa   sem dagforeldri barna í heimahúsum. Ráðgjafa falin úrvinnsla og útgáfa   leyfis.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35.