50. fundur félagsmálanefndar

17.1.2014

Félagsmálanefnd - 50. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

fimmtudaginn 16. janúar 2014 og hófst hann kl. 16:30

 Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1103057 - Breiðablik 2014

 

Lagt fram til kynningar tilboð um   öryggishnappa fyrir íbúðir í Breiðablik frá Öryggismiðstöðinni og Securitas. Nefndin ákveður að taka lægra tilboði. Sviðsstjóra falið að vísa tillögu að   gjaldskrá til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði. Nefndin leggur til að hófleg   gjaldskrá taki mið af kostnaðarverði við öryggishnappana.

 

   

2.

1401137 - Beiðni um styrk -   sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglingsstúlkur 2014

 

Lagt fram bréf frá Hildi Ýr Gísladóttur   f.h. foreldra stúlkna í 7. - 10. bekk Nesskóla vegna beiðni um fjárstyrk   fyrir sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglingsstúlkur í Neskaupstað. Nefndin   samþykkir að styrkja námskeiðið um 50.000 kr. og felur sviðsstjóra að senda   svarbréf.

 

   

3.

1401083 - Uppreiknuð eignamörk vegna   húsaleigubóta 2014

 

Lagt fram til kynningar bréf frá   Velferðarráðuneytinu þar sem kemur fram að viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka   við útreikning húsaleigubóta hafi verið uppreiknuð í samræmi við 3. mgr. 9.   gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og 7. gr. reglugerðar um   húsaleigubætur, nr. 118/2003. Frá og með 1. janúar 2014 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka   við útreikning húsaleigubóta 6.927.000 kr.

 

   

4.

1311099 - 159.mál til umsagnar - um   vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög)

 

Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á   heilbrigðisssviði lagt fram til kynningar og umsagnar. Nefndin gerir engar   athugasemdir.

 

   

5.

1311100 - 160.mál til umsagnar - um   lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunnar)

 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um   lífsýnasöfnun lagt fram til kynningar. Nefndin gerir engar athugasemdir.

 

   

6.

1401142 - Beiðni um aðstöðu í Melgerði   13

 

Lagt fram erindi frá Sigríði Guðnýju   Sigurðardóttur er varðar beiðni um afnot af aðstöðu í Melgerði 13. Bréfritari   óskar eftir aðstöðu til þess að geta sinnt þjónustu snyrtifræðings við íbúa   og notendur þjónustunnar. Nefndin tekur vel í erindi bréfritara og felur   sviðsstjóra að útfæra þjónustusamning vegna þessa.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.