51. fundur félagsmálanefndar

25.2.2014

Félagsmálanefnd - 51. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, þriðjudaginn 25. febrúar 2014 og hófst hann kl. 16:45

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Elvar Jónsson, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1402092 - Samningur um félagsþjónustu   og barnavernd 2014-2015

 

Endurnýjun samnings um félagsþjónustu og   barnavernd við Breiðdalshrepp lagður fram til kynningar og umfjöllunar.   Nefndin samþykkir samning fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu og   umfjöllun í bæjarráði.

 

   

2.

1103057 - Breiðablik 2014

 

Formaður félagsmálanefndar og   félagsmálastjóri segja frá kynningarfundi sem haldinn var í Breiðablik fyrir   viku síðan. Efni fundar var m.a. kynning á reglum Fjarðabyggðar um   þjónustuíbúðir.

 

   

3.

1402097 - Fyrirspurn um ferðaþjónustu   fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu

 

Fyrirspurn frá ÖBÍ vegna ferðaþjónustu   fyrir fatlað fólk lögð fram til kynningar. Er óskað eftir því að svör berist   eigi síðar en 28. febrúar nk. Í fyrirspurn eru sveitarfélög beðin að svara   upplýsingum um hvort boðið sé upp á ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í   viðkomandi sveitarfélagi, hvaða reglur eru fyrir hendi um ferðaþjónustu,   spurningar um öryggisbúnað og hvar hægt sé að nálgast upplýsingar. Nefndin   felur félagsmálastjóra að svara erindinu.

 

   

4.

1402096 - Dæmi um farsæla reynslu á   sviði starfsmenntunar í Evrópu fyrir nemendur með sérþarfir/fötlun

 

Bréf frá mennta- og   menningarmálaráðuneyti um farsæla reynslu á sviði starfsmenntunar í Evrópu   fyrir nemendur með sérþarfir/fötlun lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1311165 - Umsókn um að gerast   stuðningsforeldri

 

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna   umsóknar aðila um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Bókun færð í   trúnaðarbók.

 

   

6.

1311071 - Daggæslukannanir (gerðar   árlega, i desember)

 

Ánægja foreldra með aðstöðu, aðbúnað og   umönnun barna hjá dagforeldrum er mikil, samkvæmt niðurstöðum árlegrar   þjónustukönnunar hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Svarhlutfall var 81%.   Þjónustukönnun sviðsins fer fram í desember ár hvert og hafa niðurstöður   gefið til kynna mikla og almenna ánægju með þjónustuna.

 

   

7.

1402131 - Umsókn um að gerast   stuðningsforeldri

 

Lögð fram greinargerð þroskaþjálfa vegna   umsókn aðila um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Bókun færð í   trúnaðarbók.

 

   

8.

1401256 - Ályktun frá stjórn   Landssamtakana 60

 

Ályktun frá stjórn Landsamtaka 60 ára og   eldri lagt fram til kynningar

 

   

9.

1401252 - Beiðni um fjárstuðning við   forvarnarstarf SAMAN-hópsins árið 2014

 

Beiðni um fjárstuðning vegna   forvarnarstarfs SAMAN hópsins árið 2014 lagt fram til kynningar. Nefndin   getur ekki orðið við styrkbeiðni að þessu sinni. Félagsmálastjóra falið að   senda svarbréf þess efnis.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.