52. fundur félagsmálanefndar

15.4.2014

Félagsmálanefnd - 52. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 15. apríl 2014 og hófst hann kl. 16:30

 Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1403055 - Stjórnarfundir   Skólaskrifstofu Austurlands 2014

 

Fundargerð framkvæmdastjórnar   Skólaskrifstofu Austurlands frá 6.mars sl. lögð fram til kynningar.

 

   

2.

1403069 - Stjórnarfundir StarfA 2014

 

Framlagðar til kynningar fundargerðir   stjórnar Starfa frá 28. febrúar og 21. mars sl.

 

   

3.

1403081 - Styrktarumsókn - Blátt áfram   10 ára

 

Lögð fram beiðni frá Blátt áfram um   fjárstyrk að upphæð 400.000 kr. Samtökin Blátt áfram eru grasrótarsamtök sem   hafa að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og   hvernig megi fyrirbyggja það. Félagið á 10 ára afmælið í ár og hyggst gefa út   rafrænt blað um fréttir af starfi félagsins ásamt öðrum fróðleik. Sótt er um   styrk vegna útgáfu blaðsins. Nefndin hafnar styrkbeiðni að þessu sinni þar   sem ekki er gert ráð fyrir slíkri styrkbeiðni í núverandi fjárhagsáætlun   ársins 2014.

 

   

4.

1404050 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna   umsóknar aðila að gerast dagforeldri í Fjarðabyggð. Nefndin samþykkir að   veita leyfi til að starfrækja daggæslu barna í heimahúsum. Leyfið til gildir   eins árs vegna gæslu allt að fjögurra barna.

 

   

5.

1404017 - 335.mál til umsagnar tillögu   til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum   vímuefnaneyslu

 

Lagt fram til kynningar og umsagnar   þingsályktunartillag um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum   vímuefnaneyslu.

 

   

6.

1404006 - Endurgreiðsla   fjárhagsaðstoðar sem veitt er á biðtíma

 

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna endurgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem veitt er á biðtíma vegna afgreiðslu umsókna um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, Atvinnuleysistryggingasjóði eða öðrum opinberum aðilum. Almennt er mælt með því fyrirkomulagi að fjárhagsaðstoð sé við þessar aðstæður veitt sem lán sbr. 22. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Gerður sé samningur við umsækjanda um að lánið sé endurgreitt þegar bætur eru greiddar út vegna biðtímans.

 

   

7.

1404003 - Niðurstöður nefndar um   samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar þroska og geðraskanir

 

Niðurstöður nefndar um samhæfða þjónustu   við börn með alvarlegar þroska og geðraskanir lagt fram til kynningar.   Nefndin fjallaði um samhæfða þjónustu fyrir börn og fjallaði sérstaklega um   tengsl barnaverndar og þjónustukerfi fatlaðs fólks og komst að þeirri   niðurstöðu að þjónustu við þennan hóp barna og ungmenna eigi í meginatriðum heima   innan þjónustukerfis fatlaðs fólks. Í skýrslunnu eru lagðar fram tillögu sem   lúta að búsetu, samhæfðri þjónustu, snemmtækri íhlutun, fjármálum og sérstöku   verkefni um mat á þjónustuþörf.

 

   

8.

1109095 - Jafnréttisáætlun í   Fjarðabyggð 2013 - 2016

 

Nefndin fer yfir stöðu jafnréttisáætlunar   Fjarðabyggðar. Núverandi jafnréttisáætlun gildir frá 2013 - 2016. Nefndin   vill minna þau framboð, sem gefa kost á sér til sveitarstjórnarkosninga þann   31. maí nk. á að við skipan í nefndir, ráð, stjórnir og starfshópa á vegum   sveitarfélagsins skal gæta þess að hlutföll kynja séu sem jöfnust og taki mið   af 15.gr. laga nr. 10/2008 og 2.tl.44.gr. laga nr. 138/2011.

 

   

9.

1402163 - Gild reglugerð um breytingu   á reglugerð um húsaleigbætur

 

Lögð fram til kynninga breyting á   reglugerð um húsaleigubætur. Í ársbyrjun 2013 tók ennfremur gildi ný   reglugerð um framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga. Heimild var sett inn   þar sem segir að heimilt sé að greiða sveitarfélögum mánaðarlega innborgun   inn á áætlað framlag ársfjórðungsins. Á grundvelli samþykktrar tillögu   ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 16. október sl. nemur áætluð   kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 64% vegna almennra   húsaleigubóta á árinu 2014.

 

   

10.

1302140 - Hulduhlíð

 

Árni Helgason framkvæmdastjóri   Hulduhlíðar sat þennan lið fundar. Hann gerði grein fyrir vinnu starfshóps   vegna undirbúnings flutnings í nýja Hulduhlíð og ræddi stöðu mála. Farið var   yfir teikningar að húsnæðinu og innra skipulag kynnt. Starfshópurinn mun   kynna skriflega samantekt á næsta fundi félagsmálanefndar sem varða fagstefnu   nýs heimils og þróun.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.