53. fundur félagsmálanefndar

7.5.2014

Félagsmálanefnd - 53. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 6. maí 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Elvar Jónsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

 

1.

1403069 - Stjórnarfundir StarfA 2014

 

Fundargerð StarfA frá 11.apríl lögð fram   til kynningar.

 

   

2.

1302140 - Hulduhlíð 2014

 

Þennan lið fundar sátu Árni Helgason   framkvæmdastjóri Hulduhlíðar og Alrún Kristmannsdóttir hjúkrunarforstjóri   Hulduhlíðar. Lögð fram greinargerð starfshóps vegna flutnings Hulduhlíðar í nýtt húsnæði en í starfshópnum sátu auk Árna og Alrúnar þær Svanbjörg Pálsdóttir   sem jafnframt var skipuð formaður og Sigrún Þórarinsdóttir. Farið var yfir   þróun fagstefnu í nýrri Hulduhlíð, aðdragandi flutnings ræddur sem og tillaga   að flutningsdagsetningu.

 

   

3.

1404092 - Ársfundur   Starfsendurhæfingar Austurlands

 

Á fundi bæjarráðs þann 5. maí sl. var   lagt til að Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri taki sæti Gunnars   Jónssonar bæjarritara sem aðalmaður í stjórn Starfa. Gunnar Jónsson verður   varamaður.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.