54. fundur félagsmálanefndar

21.5.2014

Félagsmálanefnd - 54. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 20. maí 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu: Svanbjörg Pálsdóttir formaður, Lára Björnsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri. Auk þess sátu dagskrárliði 1 og 2 Snorri Styrkársson fjármálastjóri, Árni Helgason framkvæmdastjóri Hulduhlíðar, Ósk Bragadóttir framkvæmdastjóri Uppsala, Þuríður Jónsdóttir og Sigurður Álfgeir Sigurðarson endurskoðendur frá Deloitte.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

 

1.

1405085 - Ársreikningar 2013 -   Hulduhlíð

 

Þuríður Jónsdóttir endurskoðandi gerði   grein fyrir ársreikningum Hulduhlíðar vegna ársins 2013. Árni Helgason   framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að sérlega góð nýting var á rýmum   Hulduhlíðar á síðasta ári m.a. vegna hvíldarrýma. Hækkun var á launaliðum á   milli ára samhliða hækkandi tekjum. Rekstrarniðurstaða ársins 2013 er jákvæð   upp 3.196.157 kr. og töluvert betri frá fyrra ári. Eigið fé og skuldir eru   138.186.570 kr. Félagsmálanefnd sem jafnframt fer með stjórn Hulduhlíðar   staðfestir ársreikning vegna ársins 2013 og lýsir yfir ánægju sinni með   jákvæða rekstrarniðurstöðu.

 

   

2.

1405086 - Ársreikningar 2013 -   Uppsalir

 

Sigurður Álfgeir Sigurðarson   endurskoðandi gerir grein fyrir ársreikningum Uppsala vegna ársins 2013.   Daggjöld og framlög á fjárlögum hafa aukist á milli ára. Auknar tekjur eru   m.a. vegna sölu minningarkorta og vegna gjafa sem eru tekjufærðar. Aukning er   á tekjum um 8. m.kr. milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins 2013 er jákvæð upp   á 3.340.552 kr. og töluvert betri frá fyrra ári. Eigið fé og skuldir eru   106.767.282 kr.

Félagsmálanefnd sem jafnframt fer með   stjórn Uppsala staðfestir ársreikning vegna ársins 2013 og lýsir yfir ánægju   sinni með jákvæða rekstrarniðurstöðu.

 

   

3.

1405081 - Samkomulag um   talmeinaþjónustu milli ríkis og sveitarfélaga

 

Samkomulag um talmeinaþjónustu milli   ríkis og sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Samkomulagið varðar börn á   leik- og grunnskólaaldri með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam.   Markmið samkomulagsins er að skýra verkskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga   vegna sjúkratryggðra barna sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda.

 

   

4.

1405078 - Geðheilbrigðisþjónusta

 

Bréf frá Skólaskrifstofu Austurlands   vegna geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga lagt fram til kynningar.

 

Nefndin vill þakka starfsmönnum   fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar fyrir sérlega ánægjulegt samstarf á   kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Að loknum fundi fór félagsmálanefnd og   skoðaði nýja Hulduhlíð á Eskifirði undir leiðsögn Árna Helgasonar   framkvæmdastjóra.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05