55. fundur félagsmálanefndar

1.7.2014

Félagsmálanefnd - 55. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 30. júní 2014 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir, Heiðar Már Antonsson, Tinna Hrönn Smáradóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri og Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1406152 - Starfsreglur   félagsmálanefndar

 

Lagðar fram drög að starfsreglum   félagsmálanefndar á kjörtímabilinu 2014-2018. Formaður og félagsmálastjóri   leggja fram endanlegar starfsreglur félagsmálanefndar á næsta fundi.

 

   

2.

1406152 - Samþykkt félagsmálanefndar

 

Samþykkt félagsmálanefndar til kynningar   og umræðu.

 

   

3.

1309032 - Starfsáætlun   félagsmálanefndar 2014

 

Félagsmálastjóri fer yfir helstu verkefni   á starfsáætlun félagsmálanefndar árið 2014 auk kynninga á málaflokkum   sviðsins. Formaður fór auk þess yfir helstu áherslumál og stefnumörkun í   málaflokkum félagsmálanefndar.

 

   

4.

1406153 - Landsfundur jafnréttisnefnda   2014

 

Landsfundur jafnréttisnefnda verður   haldinn í Reykjvík þann 19. september. Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

1406154 - Leiðbeinandi reglur um   móttöku flóttafólks

 

Nýjar leiðbeinandi reglur um móttöku   flóttafólks frá Velferðarráðuneytinu lagðar fram til kynningar.

 

   

6.

1101058 - Sameiginleg stefnumótun

 

Sameiginleg stefnumótun félagsþjónustu í   Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði frá 2011 lögð fram til kynningar.

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17: 10.