56. fundur félagsmálanefndar

12.8.2014

Félagsmálanefnd - 56. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 11. ágúst 2014 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1406152 - Starfsreglur   félagsmálanefndar 2014-2018

 

Formaður leggur fram starfsreglur   félagsmálanefndar á kjörtímabilinu 2014-2018 til umræðu og afgreiðslu.   Félagsmálanefnd samþykkir framlagðar starfsreglur nefndarinnar.

 

   

2.

1406152 - Fundardagskrá   félagsmálanefndar haustönn 2014

 

Fyrir liggur minnisblað félagsmálastjóra   þar sem lögð eru fram drög að fundaáætlun nefndarinnar það sem eftir er   ársins 2014. Fundaáætlun nefndarinnar tekur m.a. mið af tímasetningum í   aðdraganda fjárhagsáætlunarferlis fyrir árið 2015. Félagsmálanefnd fór yfir   og samþykkti fundaáætlun fyrir haustönn 2014. Gert er ráð fyrir að fundað sé   í annarri viku hvers mánaðar og í þeirri fjórðu þegar þörf er á tveimur   fundum í mánuði. Fundardagar eru mánudagar.

 

   

3.

1407033 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar   2015

 

Reglur um fjárhagsáætlunarferli   Fjarðabyggðar vegna ársins 2015 lagðar fram til kynningar. Fastanefndir vinna   að stefnumótun og markmiðasetningu og afgreiða fjárhagsáætlun ásamt   starfsáætlun hlutaðeigandi málaflokka. Farið var yfir lýsingu á   fjárhagsáætlunarferli, skilgreining hlutverka og ábyrgðaraðila, form og   framsetningu áætlunar sem og undirbúning að gerð starfsáætlunar. Starfsáætlun   er útfærsla á því hvernig rekstri sviðsins verður fyrir komið og hvaða   breytingar eru fyrirhugaðar á árinu. Í starfsáætlun skal markmiðasetning   viðkomandi sviðs koma fram sem og almenn lýsing á starfsemi viðkomandi sviðs,   fjöldi stöðugilda og umfangi málaflokka. Lokafrestur til skila á fjárhags- og   starfsáætlun er 10. október nk. Félagsmálastjóri lagði auk þess fram yfirlit   yfir stöðu fjárhagsáætlunar félagsmálanefndar fyrstu sex mánuði ársins 2014.

 

   

4.

1407068 - Málþing sveitarfélaga um   þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna 14.nóvemeber 2014 og ósk um   tengilið

 

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst   halda málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna í samvinnu við   Fjölmenningarsetur og Reykjavíkurborg. Málþingið mun fara fram þann 14.   nóvemeber nk. Í markmiðslýsingu málþings eru væntingar um að koma á laggirnar   samstarfsneti starfsmanna sveitarfélaga sem hafa umsjón með málefnum íbúa af   erlendum uppruna. Óskar sambandið því eftir að sveitarfélög tilnefni tengilið   til að taka þátt í undirbúningi málþingsins. Nefndin leggur til að   félagsmálastjóri verði tengiliður að svo stöddu og felur henni úrvinnslu   málsins.

 

   

5.

1407071 - Umsókn Parkinsonssamtakanna   um styrk til að halda félagsfund í heimabyggð

 

Fyrir liggur umsókn Parkinsonssamtakanna   um styrk til að halda félagsfund í heimabyggð. Samtökin sækja um styrk að   upphæð 150.000 kr. vegna þessa. Nefndin getur ekki samþykkt styrkbeiðni að   svo stöddu en felur jafnframt félagsmálastjóra að bjóða fram aðstoð   nefndarinnar við að halda slíkan fund í Fjarðabyggð.

 

   

6.

1408011 - Ráðstefna - samþætting   félags og heilbrigðisþjónustu

 

Ráðstefna um samþættingu félags- og   heilbrigðisþjónustu fer fram þann 3. október nk. í Reykjavík. Öll Norðurlöndin   hafa mótað stefnu byggða á þeirri sýn að sem flestir geti búið á eigin   heimili, óháð aldri, heilsufari og fötlun. Því hefur samþætt þjónusta við   fólk á heimilum sínum aldrei verið mikilvægari en nú. Á ráðstefnunni verður   skoðuð reynsla Norðurlandanna af samþættingu heima-hjúkrunar og félagslegrar   heimaþjónustu og lagt mat á hvernig hún mætir þörfum notenda, dregur úr   stofnanaþjónustu og hvort um sé að ræða fjárhagslegan ávinning af henni.   Kynnt verða fyrirmyndarverkefni frá sveitar-félögum á Norðurlöndunum.   Ráðstefnan er hluti af viðburðaröð velferðarráðuneytisins á sviði félags-og   heilbrigðismála vegna formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni á árinu   2014. Ráðstefnan er öllum opin og gjaldfrjáls, en skráningar er krafist.   Félagsmálastjóri mun sækja ráðstefnuna auk fulltrúa félagsmálanefndar.

 

   

7.

1302140 - Hulduhlíð

 

Formaður og félagsmálastjóri gera grein   fyrir undirbúningi vígslu húsnæðisins og flutnings í nýtt húsnæði Hulduhlíðar. Ljóst er að fresta verður vígslu Hulduhlíðar, sem ákveðinn hafði verið þann   18. ágúst nk., vegna óhjákvæmilegra tafa hjá af einum aðalbirgjum   verkefnisins vegna afgreiðslu húsgagna. Félagsmálanefnd harmar þá stöðu sem   er af þessum sökum komin upp og leggur áherslu á að starfsemin verði flutt úr   núverandi húsnæði um leið og unnt er. Þá leggur nefndin til að vígslu   Hulduhlíðar verði frestað til októbermánaðar eða þar til allur búnaður hefur   borist.

 

   

8.

1408024 - Ráðstefna um MND

 

Ráðstefna á vegum MND félagsins fer fram   þann 29. ágúst nk. Lagt fram til kynningar og umræðu.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.