57. fundar félagsmálanefndar

8.9.2014

Félagsmálanefnd - 57. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 8. september 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1406073 - Einstaklingsmál - liðveisla

 

Lagt fram minnisblað þroskaþjálfa vegna   umsóknar um liðveislu. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

2.

1409008 - Áætlun um heildargreiðslu   sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2015

 

Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lagt   fram til kynningar. Jöfnunarsjóður óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélögum   fyrir 1. október nk. vegna áætlaðra heildargreiðslna vegna sérstakra   húsaleigubóta fyrir fjárhagsárið 2015. Málinu vísað til   fjárhagsáætlunargerðar vegna komandi árs og sviðsstjóra jafnframt falið að   svara erindinu.

 

   

3.

1409012 - Áætlun um heildargreiðslu   sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2015 miðað við   grunnfjárhæðir bóta.

 

Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lagt   fram til kynningar. Jöfnunarsjóður óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélögum   fyrir 1. október nk. vegna áætlaðra heildargreiðslna vegna almennra   húsaleigubóta fyrir fjárhagsárið 2015. Málinu vísað til   fjárhagsáætlunargerðar vegna komandi árs og sviðsstjóra jafnframt falið að   svara erindinu.

 

   

4.

1109095 - Jafnréttisáætlun í   Fjarðabyggð 2013 - 2016

 

Frestað til næsta fundar.

 

   

5.

1408092 - Starfsáætlun 2015 -   félagsmál

 

Starfsáætlun félagsmálanefndar vegna   ársins 2015 tekin til umræðu samhliða fjárhagsáætlun komandi árs. Umræðu   framhaldið á næsta fundi.

 

   

6.

1403055 - Stjórnarfundir   Skólaskrifstofu Austurlands 2014

 

Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu   Austurlands frá 18. ágúst sl. lögð fram til kynningar.

 

   

7.

1408022 - 100 ára afmæli   kosningaréttar kvenna 2015

 

Borist hefur bréf frá framkvæmdastjóra   100 ára afmælis kosningaréttar kvenna árið 2015, en í tilefni þess eru öll   bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast   þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins   2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum. Félagsmálanefnd   mun skoða í samvinnu við félagsmálastjóra og stofnanir sviðsins hvernig unnt   er að minnast þessa merka viðburðar.

 

   

8.

1407033 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar   2015

 

Formaður gerir grein fyrir fjárheimildum   félagsmálanefndar vegna ársins 2015 en bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann   8. september fjárheimildir nefndarinnar. Fjárhagsrammi félagsmála er skv.   rekstrarniðurstöðu 308.759 þús.kr. Þeim tilmælum er beint til   félagsmálanefndar að leita allra leiða til frekari hagræðinga í málaflokki   sínum og gæta áfram ýtrasta aðhalds. Gert er ráð fyrir að starfs- og   fjárhagsáætlun einstakra málaflokka sé skilað til fjármálasviðs eigi síðar en   10. október nk. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að undirbúningi við   fjárhagsáætlun vegna ársins 2015.

 

   

9.

1406163 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna   umsóknar um leyfi til að sinna daggæslu barna í heimahúsum skv. 11. grein   reglugerðar nr. 907/2005. Nefndin samþykkir umsókn aðila og felur ráðgjafa   úrvinnslu málsins.

 

   

10.

1409040 - Fjárhagsaðstoð

 

Lögð fram umsókn um fjárhagsaðstoð. Bókun   færð í trúnaðarbók.

 

   

11.

1310023 - Málefni fatlaðs fólks 2014

 

Þennan lið fundar sátu Helga   Þórarinsdóttir verkefnisstjóri og Svanhvít Aradóttir þroskaþjálfi sem fóru   yfir stöðu mála í málefnum fatlaðs fólks.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.