58. fundur félagsmálanefndar

22.9.2014

Félagsmálanefnd - 58. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 22. september 2014 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1409066 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd

 

Framhald umræðu vegna vinnu við   fjárhagsáætlunargerð ársins 2015. Formaður og sviðsstjóri munu hitta bæjarráð   í næstu viku og fara yfir forsendur áætlunar fyrir komandi ár.

 

   

2.

1408092 - Starfsáætlun 2015 -   Félagsmálanefnd

 

Framhald umræðu og vinna vegna   starfsáætlunar ársins 2015 samhliða fjárhagsáætlunargerð. Nefndin vísar   starfsáætlun til áframhaldandi vinnslu hjá sviðsstjóra.

 

   

3.

1109095 - Jafnréttisáætlun í   Fjarðabyggð 2013 - 2016

 

Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar lögð fram   til umræðu. Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar byggist á lögum um jafna stöðu og   jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Markmið laganna er að koma á og   viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu   kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í upphafi hvers kjörtímabils skulu svið   sveitarfélagsins gera aðgerðaáætlun í jafnréttismálum fyrir starfsemina og   eftir tilvikum stofnanir á þeirra ábyrgð. Þar komi fram hvernig unnið verði á   grundvelli jafnréttisstefnunnar og hvaða aðgerðir séu fyrirhugðar í þeim   tilgangi. Nefndin mun kalla eftir áherslum frá sviðum og stofnunum   sveitarfélagsins í jafnréttismálum og fara yfir að lokinni vinnu við   fjárhagsáætlun.

 

   

4.

1310023 - Málefni fatlaðs fólks 2014

 

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fundi   með fulltrúum Jöfnunarsjóðs og þjónustuhóps vegna málefna fatlaðs fólk sem   fór fram þann 20. september á Fljótsdalshéraði.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17: 45.