59. fundur félagsmálanefndar

6.10.2014

Félagsmálanefnd - 59. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 6. október 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1409122 – Umsókn um fjárhagsaðstoð

 

Lögð fram greinargerð vegna afgreiðslu á   umsókn um fjárhagsaðstoð. Nefndin felur ráðgjafa úrvinnslu málsins. Bókun   færð í trúnaðarbók.

 

   

2.

1409194 - Tillaga að breytingum reglna   Fjarðabyggðar er varða niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum

 

Sigríður Inga Björnsdóttir ráðgjafi sat   þennan lið fundar og lagði fram tillögu að breytingum reglna Fjarðbyggðar er   varðar niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum. Nefndin fór yfir   breytingarnar og tekur fyrir á næsta fundi.

 

   

3.

1410028 - Gjaldskrá félagslegrar   heimaþjónustu 2015

 

Lögð fram tillaga vegna gjalskrár   félagslegrar heimaþjónustu árið 2015. Nefndin samþykkir framlagða tillögu og   vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

4.

1410029 - Gjaldskrá ferðaþjónustu   fatlaðs fólks 2015

 

Lögð fram tillaga vegna gjaldskrár   ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Nefndin samþykkir framlagða tillögu og vísar til   umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

5.

1409126 - Nýr ferðaþjónustubíll

 

Lagðar fram hamingjuóskir frá   Sjálfsbjörgu, í tengslum við að tekinn hefur verið í notkun nýr ferðaþjónustubíll   í Fjarðabyggð fyrir fatlað fólk. Erindinu var vísað frá bæjarráði til   kynningar í félagsmálanefnd. Nefndin þakkar hamingjuóskir frá Sjálfsbjörgu.

 

   

6.

1409066 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd

 

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun   2015. Nefndin felur sviðsstjóra og formanni að vinna áfram að áætlun og vísar   til umræðu í bæjarráði.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.