60. fundur félagsmálanefndar

24.10.2014

Félagsmálanefnd - 60. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

fimmtudaginn 23. október 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir, Tinna Hrönn Smáradóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1410123 - Ályktanir frá fulltrúafundi   Landssamtaka Þroskahjálpar 2014

 

Ályktanir frá fulltrúafundi Landssamtaka   Þroskahjálpar 2014 lagðar fram til kynningar.

 

   

2.

1410140 - Áfram - Ráðgjöf og   verkefnastjórnun

 

Erindi frá Ráðgjöf og verkefnastjórnun   vegna endurskipulagningar á fjárhagsaðstoð lagt fram til kynningar og umræðu.   Nefndin er áhugasöm um erindið og felur sviðsstjóra að afla frekari   upplýsinga.

 

   

3.

1409142 - Mismunandi aldursmörk þegar   kemur að gjaldtöku

 

Mismunandi aldursmörk þegar kemur að   gjaldtöku vísað frá bæjaráði til umfjöllunar í nefndum. Aldursmörk eru   samræmd í gjaldskrám fjölskyldusviðs og nefndin gerir engar athugasemdir við.

 

   

4.

1408092 - Starfsáætlun 2015 -   félagsmál

 

Starfsáætlun félagsmálanefndar lögð fram   til lokaafgreiðslu. Nefndin samþykkir starfsáætlun að lokinni umræðu og vísar   til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

5.

1409066 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd

 

Félagsmálanefnd samþykkir fjárhagsáætlun   vegna ársins 2015 að lokinni umræðu og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.