61. fundur félagsmálanefndar

11.11.2014

Félagsmálanefnd - 61. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 10. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1410168 - 257.mál til umsagnar   frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og   félagsþjónustu (heildarlög)

 

Frumvarp til laga um sérhæfða   þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög) lagt fram   til kynningar. Vísað til félagsmálanefndar til umsagnar. Nefndin gerir engar   athugasemdir.

 

   

2.

1410171 - Ársreikningur 2013 - Félag   eldri borgara á Stöðvarfirði

 

Ársreikningur félags eldri borgara á   Stöðvarfirði lagður fram til kynningar. Nefndin lýsir ánægju með framsetningu   ársreiknings sem er til fyrirmyndar.

 

   

3.

1411009 - Úrskurðarnefnd félagsþjónustu   og húsnæðismála

 

Bréf frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu.   Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

4.

1409066 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd

 

Formaður félagsmálanefndar og bæjarstjóri   gerðu grein fyrir málefnum fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2015   auk fjárheimilda félagsmálanefndar.
 
  Bókun frá fulltrúa Fjarðalista, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir:
 
  "Á fundi nr. 60 í félagsmálanefnd var ákveðið í tengslum við vinnu við   fjárhagsáætlun 2015, að bæta við 50% stöðugildi inn á fjölskyldusvið í   félagsþjónustu. Nánar tiltekið 50% starf á móti 50% starfi hjá málefnum   fatlaðs fólks. Það starf átti að sinna m.a. málefnum aldraða og   búsetuþjónustu. Í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 var   hinsvegar ekki 50% stöðugildi inni. Sem nefndarmanni í Félagsmálanefnd lýsi   ég yfir óánægju með að nefndin ekki hafi fengið þessa breytingu til   umfjöllunar áður en hún fór til fyrri umræðu í fjárhagsáætlun".

 

   

5.

1411001 - Fjölskyldustefna   Fjarðabyggðar

 

Bæjarstjóri sat þennan lið fundar og   kynnti minnisblað sem varðar hugmyndir um gerð fjölskyldustefnu í   Fjarðabyggð. Nefndin er sammála um gerð fjölskyldustefnu og mun taka virkan   þátt í þeirri vinnu.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.