62. fundur félagsmálanefndar

24.11.2014

Félagsmálanefnd - 62. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 24. nóvember 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri. Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi sat fundarlið nr. 2.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1410103 - Umsókn um að gerast stuðningsforeldri

 

Lögð fram greinargerð vegna umsóknar aðila   um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

2.

1407081 - Fjárhagsaðstoð haust 2014

 

Yfirfélagsráðgjafi leggur fram   greinargerð vegna umsóknar um fjárhagsaðstoð. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

3.

1411086 - Tillaga til þingsályktunar   um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga 52. mál

 

Tillaga til þingsályktunar um   aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga lögð fram til   kynningar og umsagnar. Nefndin tekur undir með bókun barnaverndarnefndar frá 18. nóvember sl. og   telur jákvætt að unnin sé heildræn áætlun á sviði geðheilbrigðismála fyrir   börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er þó að huga að því að til   staðar séu úrræði í nærumhverfi óháð búsetu.

 

   

4.

1411138 - Virkjum hæfileikana

 

Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands   og Þroskahjálp hafa hleypt af stokkunum samstarfsverkefni sem miðar að því að   skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið er byggt   upp með svipuðum hætti og önnur slík sem Vinnumálastofnun hefur staðið fyrir   undanfarin ár s.s. Liðsstyrkur og sumarstörf fyrir námsmenn. Verkefnið hefur   fengið nafnið Virkjum hæfileikana. Erindið lagt fram til kynningar og   sviðsstjóra falin úrvinnsla málsins.

 

   

5.

1411097 - Umsókn um rekstrarstyrk   fyrir árið 2015

 

Lagt fram erindi frá Kvennaathvarfi vegna   beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2015. Nefndin samþykkir að styrkja   Kvennaathvarfið um 75.000 kr. fyrir árið 2015 eins og gert er ráð fyrir í   fjárhagsáætlun komandi árs.

 

   

6.

1409066 - Fjárheimildir í   fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd

 

Félagsmálanefnd hefur lokið við vinnu  vegna fjárheimilda ársins 2015 og vísað til bæjarráðs. Nefndin leggur þó ríka   áherslu á að 50% stöðugildi til aukningar á sviðinu verði inni í áætlun ársins 2015 með hliðsjón af gerð fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05.