63. fundur félagsmálanefndar

9.12.2014

Félagsmálanefnd - 63. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 8. desember 2014 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1412060 - Samstarf heimahjúkrunar og   heimaþjónustu í Fjarðabyggð

 

Nína Hrönn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri   hjúkrunar hjá HSA kom inn á fundinn og ræddi samstarf við fjölsyldusvið   Fjarðabyggðar í málefnum heimahjúkrunar og heimaþjónustu, framtíðarsýn og   áframhaldandi þróun samstarfs. Nefndin tekur undir mikilvægi áframhaldandi   samstarfs og mun félagsmálastjóri fylgja málinu eftir.

 

   

2.

1412061 - Hjúkrunarheimili í   Fjarðabyggð

 

Formaður gerir grein fyrir heimsókn   heilbrigðisráðherra í Hulduhlíð þann 5. desember sl. og málefnum   hjúkrunarheimila. Nefndin felur formanni og bæjarstjóra að óska eftir   formlegum viðræðum við Velferðarráðuneytið um aðkomu sveitarfélagsins að   stjórn og rekstri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð.

 

   

3.

1406163 - Umsókn um að gerast   dagforeldri

 

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna   umsóknar um undanþágu á 8. gr. reglugerðar nr. 907/2005. Nefndin samþykkir   tillögu ráðgjafa eins og hún er sett fram í greinargerð og felur starfsmanni   úrvinnslu málsins.

 

   

4.

1411152 - Stefnumörkun Sambands   íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018

 

Stefnumörkun Sambands íslenskra   sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018 lögð fram til umræðu og kynningar.

 

   

5.

1412028 - Afgreiðsla stjórnar   sambandsins á erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum

 

Erindi frá Sambandi íslenskra   sveitarfélaga um beiðni frá Vinnumálastofnun um viðtalsaðstöðu hjá   sveitarfélögum. Sambandið tók jákvætt í erindi Vinnumálastofnunar. Nefndin   mun einnig bregðast jákvætt við ef beiðni um viðtalsaðstöðu berst.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.