8. fundur landbúnaðarnefndar

5.7.2013

Landbúnaðarnefnd - 8. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, föstudaginn 5. júlí 2013 og hófst hann kl. 11:00

 

Fundinn sátu Sigurður Baldursson, Halldór Árni Jóhannsson, Ármann Elísson, Sigfús Vilhjálmsson, Axel Jónsson, Árni Steinar Jóhannsson, Valur Sveinsson.

Fundargerð ritaði Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri.

Dagskrá:

 

1.

1011086 - Sauðfjárveikivarnarlína í Reyðarfirði

 

Nefndin fór yfir minnisblað umhverfisstjóra dagsett 3.júlí 2013 þar sem teknar eru saman niðurstöður af fundi með fulltrúum Matvælastofnunar hinn 19.júní 2013. Fundurinn fjallaði um sauðfjárveikivarnarlínu, girðingar og beitarmál í Fjarðabyggð. Ennfremur eru í minnisblaðinu tillögur um aðgerðir til þess að hefta ágang búfjár inn í þéttbýli, skógræktarlönd og friðuð svæði. Nefndin samþykkir þessar fyrirhuguðu aðgerðir eins og þær eru settar fram í minnisblaðinu og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45.