93. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

13.5.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 93. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 12. maí 2014 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu Agnar Bóasson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Ásgeir Karlsson, Stefán Már Guðmundsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Guðmundur Elíasson.

 

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

 

Sveinn Sveinsson og Anna Elín Jóhannsdóttir frá Vegagerðinni sátu fundinn undir lið 13.

Valur Sveinsson sat fundinn undir lið 1 - 6

Aðalheiður Vilbergsdóttir vék af fundi eftir að búið var að fjalla um liði 1 - 6 og 13

 

Dagskrá:

 

1.

1404118 - 730 Hæðargerði 2-8, byggingarleyfi - bílskúr

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Borgþórs Guðjónssonar, Guðgeirs Einarssonar og Orra þórs Larsen eiganda Hæðargerðis 2, 4 og 8 á Reyðarfirði dagsett 25. apríl 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja fjóra bílskúra við raðhúsið. Tveir skúrar verða við hvorn stafn samtals 205 m2 og 785 m3. Teikning er frá Trévangi ehf. Samþykki eiganda Hæðargerðis 6 liggur fyrir ásamt samþykki nágranna. Nefndin samþykkir fyrirhuguð byggingaráfom og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

2.

1404119 - Ósk um endurskoðun á lóðarleigusamningi, Hæðargerði 2-8

 

Lögð fram byggignarleyfisumsókn Borgþórs Guðjónssonar, Guðgeirs Einarssonar og Orra þórs Larsen eiganda Hæðargerðis 2, 4 og 8 á Reyðarfirði dagsett 25. apríl 2014 þar sem óskað er eftir að nýr lóðarleigusamningur verði gerður um lóð Hæðargerðis 2-8. Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir lóðina. Nefndin samþykkir að gerður verði nýr samningur í samræmi við lóðarblað

 

   

3.

1404137 - Ósk um stöuleyfi fyrir gámi

 

Lagður fram tölvupóstur Árna Más Valmundarsonar fh. Lostæti-Austurland ehf dagsettur 28. apríl 2014 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám við Sesam Brauðhús Reyðarfirði. Reiknað er með að gámurinn verði nýttur sem þurrlager. Nefndin samþykkir útgáfu stöðuleyfis.

 

   

4.

1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Pálma Benediktssonar f.h. þorsteins Kristjánssonar dagsett 10. apríl 2014 þar sem óskað er eftir samþykkt á byggingu 120 m2 og 450 m3 hesthúss með 61, 4 m2 taðkjallara á jörðinni Eskifjarðarseli í Eskifirði. Byggingarnefndar teikningar eru frá Bændahöllinni, Hagatorgi, Reykjavík ásamt loftmynd. Nefndin frestar afgreiðslu.

 

   

5.

1405020 - Bílastæðamál við Franska spítalann

 

Lagt fram bréf Þorsteins Bergssonar f.h. Minjaverndar hf dagsett 4. maí 2014 þar sem farið er fram á viðræður um afnot af gamla grunni Franska spítalans fyrir bílastæði ásamt samsíða bílastæðum ofan Hafnargötu í þágu þess hótelrekstrar og sýningarhalds sem hefjast mun í sumar í endurgerðum húsum byggðum af Frökkum í tengslum við sjósókn þeirra á Íslandsmið Nefndin frestar afgreiðslu.

 

   

6.

1309080 - Kvikmyndatökur í Fjarðabyggð

 

Lagður fram tölvupóstur Begga Jónssonar fh. Pegasus dagsettur 9. maí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að setja aftur upp leikmynd við Kirkjugarðinn í Tungumel á Reyðarfirði.Nefndin samþykkir uppsetningu leikmyndar í Tungumel. Nefndin samþykkir erindið.

 

   

7.

1405011 - Breyting á ákvæðum reglugerðar um urðun úrgangs er varða söfnun hauggass.

 

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 30. apríl 2014, þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð hefur verið á ákvæðum reglugerðar um urðun úrgangs er varða söfnun hauggass.

 

   

8.

1405018 - Gamla vélsmiðjan Neskaupstað

 

Lagt fram bréf frá Jeff Clemmensen, fh Orkubolta, varðandi gömlu vélsmiðjuna á Neskaupstað þar sem fram koma hugmyndir um framtíðarnotkun hússins. Ekki eru áform um að koma upp varmadælu við fjarvarmaveituna á Norðfirði og þar af leiðandi ekki þörf fyrir húsnæði undir slíkt. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er gamla vélsmiðjan víkjandi. Stefán Már Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vísa í fund bæjarráðs nr 384 þann 5. maí er bókað að auglýsa eftir áhuga félaga á að finna gamla vélaverkstæðinu nýtt hlutverk og ég styð það.

 

   

9.

1405004 - Húsnæðismál Þróttar

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur mannvirkjastjóra að ræða við þá aðila sem hafa haft afnot af húsinu.

 

   

10.

1405003 - Leiga íbúðarhúsnæðis

 

Lagt fram til kynningar minnisblað frá bæjarritara, dagsett 2. maí 2014, varðandi nýtt leigufélag í opinberri eigu sem tekið hefur yfir liðlega 50 íbúðir í Fjarðabyggð frá Íbúðalánasjóði.

 

   

11.

0903017 - Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði

 

Nefndin telur óeðlilegt að Fjarðabyggð beri aukakostnað af þessu verki í ljósi framkominnar skýrslu og vísar til umfjöllunar í bæjarráði.

 

   

12.

1312074 - Ofanflóðavarnir í Neskaupstað - Urðarteigur 37

 

Fyrir liggur matsgerð Hilmars Gunnlaugssonar hrl. og lögg. fast.sala og Níels Indriðasonar Verkfr. vegna Urðarteigs 37 Norðfirði. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda matsgerðina til Ofanflóðasjóðs til ákvörðunar um kaup á eigninni.

 

   

13.

1009017 - Endurskoðun á umferðarsamþykkt

 

Lögð fram breytingatillaga að umferðasamþykkt Fjarðabyggðar. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.

 

   

14.

1403004F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 54

 

Samþykkt

 

14.1.

1403023 - 735 Leirukrókur 20 - olíulagnir -Byggingarleyfi

   

Samþykkt

 

 

   

15.

1404005F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 55

 

Samþykkt

 

15.1.

1403149 - 740 Naustahvammur 55 - byggingarleyfi - Þak á milli lýsistanka

   

Samþykkt

 

 

   

16.

1404011F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 56

 

Samþykkt

 

16.1.

1401121 - 740 Egilsbraut 19 - byggingarleyfi - breyting á húsnæði

   

Samþykkt

 

 

16.2.

1401121 - 740 Egilsbraut 19 - byggingarleyfi - breyting á húsnæði

   

Samþykkt

 

 

   

17.

1405004F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 57

 

Samþykkt

 

17.1.

1012062 - 730 Mánagata 1 - breyting inni og úti

   

Samþykkt

 

 

17.2.

1405008 - 735 Hólvegur 11 - byggingarleyfi - breytingar úti

   

Samþykkt

 

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.