94. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

26.5.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 94. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 26. maí 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Agnar Bóasson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Ásgeir Karlsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir og Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 - 10

Gunnar Á. Karlsson vék af fundi eftir lið 12

Stefán Már Guðmundsson boðaði ekki forföll

Dagskrá:

 

1.

1405105 - 730 Fagradalsbraut 2 -Byggingarleyfi- Gripahús

 

Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Guðgeirs Einarssonar móttekin 22. maí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 29,3 m2 og 97,4 m3 gripahús úr steypu og timbri á lóð hans að Fagradalsbraut 2 á Reyðarfirði. Hönnuður er Steindór Hinrik Stefánsson arkitekt. Nýbygging kemur að lóðarmörkum Fagradalsbrautar 4.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

2.

1405104 - 730 Fagradalsbraut 4 -Byggingarleyfi- gripahús

 

Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Guðgeirs Einarssonar móttekin 22. maí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 38,3 m2 og 127,6 m3 viðbyggignu undir gripahús úr steypu og timbri á lóð hans að Fagradalsbraut 4 á Reyðarfirði. Hönnuður er Steindór Hinrik Stefánsson arkitekt. Viðbygging kemur að lóðarmörkum Fagradalsbrautar 2.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

3.

1302169 - 740 - Deiliskipulag Miðbær

 

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi miðbæjar Norðfjarðar ásamt greinagerð.

Nefndinni lýst vel á drögin og leggur til að skipulagstillagan verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi.

 

   

4.

0904014 - 740 - Deiliskipulag Neseyri

 

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. maí 2014 þar sem bent er á að í deiliskipuagi Neseyrar sé gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum við Nesgötu 28 og 30 en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota á svæðinu. Aðrar athugasemdir eru ekki gerðar við deiliskipulagið.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fella burt íbúðarhúsalóðir við Nesgötu 28 og 30 til samræmis við landnotkun aðalskipulags.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar

 

   

5.

1405070 - 740 Borgarnaust 6 byggingarleyfi/stöðuleyfi - Gestahús

 

Lögð fram ódagsett byggingar/stöðuleyfisumsókn Vilhjálms Skúlasonar f.h. Nestaks ehf, móttekin 14. maí 2014 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir sumarhús til flutnings. Húsið stendur á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 45 á Norðfirði. Jafnframt er óskað eftir áfangaúttektum vegna byggingar hússins.

Nefndin samþykkir byggingar/stöðuleyfi fyrir sumarhús til flutnings og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

6.

1405075 - 740 Gauksmýri 2 - byggingarleyfi - varmadæla

 

Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Sigurjóns Björns Valdimarssonar, Gauksmýri 2, Norðfirði, móttekin 15. maí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að setja varmadælu á austurhlið húss hans.

Nefndin samþykkir umsóknina með fyrirvara um að varmadælan uppfylli viðmiðanir í Íslenskum staðili, ÍST45:2011, Hljóðvist-Flokkun íbúðar og atvinnuhúsnæðis.

 

   

7.

1405100 - 740 Verkmenntaskóli Austurlands -Byggingarleyfi - breytingar á húsnæði skólans

 

Lögð fram byggignarleyfisumsókn Elvars Jónssonar f.h. Verkmenntaskóla Austurlands dagsett 20. maí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsnæði skólans í verkkennsluhúsi þess. Breytingin fellst í að settir eru léttir veggir til hólfunar á 2. hæð verkkennsluhúss.

Nefndin samþykkir byggignaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

8.

1403039 - 750- umsókn um lóð, Hafnargata 11

 

Lagt fram bréf þorsteins Bergssonar f.h. Minjaverndar hf dagsett 7. mars 2014 þar sem óskað er eftir lóðinni að Hafnargötu 11 á Fáskrúðsfirði undir byggingu tengdri Franska spítalanum. Afreiðslu erindisins var frestað á 88. fundi nefndarinnar.
Samþykki nágranna liggur fyrir

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta Minjavernd hf lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

 

   

9.

1211164 - 755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði

 

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. október 2013 br. 15. apríl 2014, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar

 

   

10.

1405020 - Bílastæðamál við Franska spítalann

 

Lagt fram bréf Þorsteins Bergssonar f.h. Minjaverndar hf dagsett 4. maí 2014 þar sem farið er fram á viðræður um afnot af gamla grunni franska spítalans fyrir bílastæði ásamt samsíða bílastæðum ofan Hafnargötu í þágu þess hótelrekstrar og sýningarhalds sem hefjast mun í sumar í endurgerðum húsum byggðum af Frökkum í tengslum við sjósókn þeirra á Íslandsmið
Frestað á síðasta fundi nefndarinnar

Nefndin samþykkir að umrædd svæði verði nýtt sem bílastæði fyrir hótel og sýningarhald á Hafnargötu.

 

   

11.

1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014

 

116. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands lögð fram til kynningar.

 

   

12.

1403141 - Nýtt nafn á Hafnargötu á Fáskrúðsfirði

 

Atvinnu- og menningarnefnd vísaði málinu til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á fundi 21.maí, með ósk um að haft verði í huga að skíra torg, stíga eða bryggjur við Franska spítalann frönskum heitum.
Nefndin tekur undir álit íbúasamtakana og telur ekki rétt að breyta nafni Hafnargötu.

 

   

13.

1405089 - Skautasvell á Reyðarfirði

 

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 20. maí 2014, er varðar skautasvell á Reyðarfirði.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti uppbyggingu svæðisins samkvæmt framlögðu minnisblaði.

 

   

14.

1405050 - Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2013 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2014

 

Lögð fram til kynningar skýrsla, dagsett í mars 2014, um vöktun Náttúrustofu Austurlands 2013 og
tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2014.

 

   

15.

1403026 - Ofanflóðavarnir Eskifirði. Verkhönnun árfarvega

 

Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra, dagsett 21. maí 2014, um að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna ofanflóðavarna í og við Bleiksá.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir umrædda framkvæmd.

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.