95. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

11.6.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 95. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, þriðjudaginn 10. júní 2014 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Agnar Bóasson, Gunnar Ásgeir Karlsson, Stefán Már Guðmundsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Óskar Þór Guðmundsson, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson, Mannvirkjastjóri

Páll Björgvin Guðmundsson sat fundinn undir liðum 6 og 7

Valur Sveinsson sat fundinn. Stefán Már Guðmundsson var í síma.

Dagskrá:

 

1.

1406023 - 730 Hraun 3 - byggingarleyfi - stöðuleyfi

 

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Jörgens Hrafnkelssonar f.h. Launafls ehf dagsett 5. júni 2014 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi til þriggja ára fyrir fimm gáma á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3. á Reyðarfirð.

Nefndin hafnar erindinu með vísan til byggingarreglugerðar nr 112/2012

 

   

2.

1406020 - 730 Mánagata 4 - byggingarleyfi - viðbygging

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andra Sigurðssonar f.h. Þórhalls Jónssonar, dagsett 4. júní 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja viðbyggingu/forstofu við Mánagtötu 4 á Reyðarfirði.
Forstofan er 12,5 m2 og 28,2 m3, hönnuður er Andri Sigurðsson, byggingarstjóri Trévangur ehf.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

3.

1406005 - 735 Bleiksárhlíð 49 - byggingarleyfi - garðhús

 

Lagður fram tölvupóstur Einars Birgis Kristjánssonar og Hermanns Ísleifssonar eiganda Bleiksárhlíðar 49 á Eskifirði dagsettur 27. maí 2014 þar sem eigendur sækja um leyfi til að byggja tvo stoðveggi ofan við húsið ásamt því að reisa 22,8 m2 og 58 m3 garðhús.

Nefndin samþykkir beiðnina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað svo sem samþykki nágranna og meðeiganda vegna garðhúss.

 

   

4.

1406002 - Bogfimiæfingarsvæði Leirubakki 9 og 11

 

Lagður fram tölvupóstur Helga Rafnssonar, f.h. bogfimideildar Skotíþróttafélagsins Dreka, dagsettur 30. maí 2014 þar sem óskað eftir heimild til að vera með bogfimiæfingar á lóðunum við Leirukrók 9 og 11 á Eskifirði frá 1. júní 2014 til 1. september 2014.

Nefndin samþykkir erindið.

 

   

5.

1406035 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir salernisgám

 

Lögð fram stöðuleyfisumsókn Guðmundar Elíassonar f.h. Fjarðabyggðar þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja 24 m2 salernisgám við knattspyrnuvöllinn á Norðfirði. Afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu fylgir umsókn.

Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi vegna salernisgámsins á meðan fullnaðarhönnun svæðisins fer fram og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.

 

   

6.

1405012 - Ósk um umsögn vegna starfsleyfis fyrir Landflutninga Samskip að Hafnargötu 5 á Reyðarfirði

 

Lögð fram beiðni Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umsögn vegna starfsleyfisvinnslu dagsett 6. maí 2014.
Um er að ræða breytingu á staðsetningu flutningarstarfsemi Samskipa, þ.e. flutning frá Nesbraut 10 til Hafnargötu 5 á Reyðarfirði. Starfsemin flokkast sem vöruflutningamiðstöð skv. reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 7. júní 2014. Í minnisblaði kemur fram að samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, sem staðfest var af ráðherra 24. ágúst 2009, er Hafnargata 5 innan skilgreinds miðsvæðis Reyðarfjarðar. Á miðsvæðum er gert ráð fyrir alhliða miðbæjarstarfsemi, verslunar- og þjónustustarfsemi, veitingastarfsemi, menningarstarfsemi og stjórnsýslu. Einnig er gert ráð fyrir að íbúðarbyggð sé hluti landnýtingar á miðsvæðum.

Hafnargata 5 er innan deiliskipulags Fiskihafnar sem staðfest var 6. júní 1999. Samkvæmt greinagerð með deiliskipulagi er notkun svæðisins eingöngu ætluð fyrir atvinnuhúsnæði, þ.e. iðnað, fiskvinnslu, birgðastöðvar og aðra skylda starfsemi.

Nefndin telur, af fyrri reynslu, að umrædd starfsemi rúmist ekki á umræddri lóð.

 

   

7.

1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Pálma Benediktssonar f.h. þorsteins Kristjánssonar dagsett 10. apríl 2014 þar sem óskað er eftir samþykkt á byggingaráformum á 120 m2 og 450 m3 hesthúsi með 61,4 m2 taðkjallara á jörðinni Eskifjarðarseli í Eskifirði. Byggingarnefndar teikningar eru frá Bændahöllinni, Hagatorgi, Reykjavík ásamt loftmynd.
Afgreiðslu var frestað á 93. fundi nefndarinnar.
Fyrirhuguð staðsetning hesthúss er innan grannsvæðis Vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði.

Lögð fram greinargerð Ómars Bjarka Smárasonar dagsett 7. júní 2014 vegna byggingu nýs hesthúss við Eskifjarðarsel þar sem m.a segir að þarna séu hestar fyrir og með byggingu nýs hesthúss skapist möguleiki á að bæta það ástand sem þarna er með því að gera strangar kröfur um að frárennsli frá því fari ekki óhindrað í grunnvatn eða beint út í Eskifjarðará. Þetta gæti því í raun bætt það ástand sem þarna er
fyrir.

Nefndin samþykkir byggingaráform vegna hesthúss á jörðinni fyrir sitt leyti en undanþága vegna nýbyggingar innan grannsvæðis vatnsveitu þarf að liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirlits Austurlands áður en leyfi verður gefið út.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sækja um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands og gefa út byggingarleyfi ef jákvæð umsögn fæst og öðrum tilskildum gögnum hefur verið skilað.

 

   

8.

1406040 - 740 Sæbakki 25 - byggingarlóð

 

Lögð fram lóðarumsókn Sigurjóns Kristinssonar f.h. Nýpukolls ehf dagett 6. júní 2014 þar sem sótt er um lóðina Sæbakka 25 undir byggingu 492 m2 raðhúss.

Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.