96. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

1.7.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 96. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 30. júní 2014 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Daði Benediktsson, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði Guðmundur Elíasson, Mannvirkjastjóri

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 8

Dagskrá:

 

1.

1406158 - Kynning á erindisbréfi ESU og starfsemi framkvæmdasviðs.

 

Mannvirkjastjóri fór yfir erindisbréf nefndarinnar og starfsemi framkvæmdasviðs.

 

   

2.

1406010 - Kynning á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2014

 

Lagt fram til kynningar bréf til nýrra sveitarstjórnarmanna - kynning á HAUST dagsett í júní 2014

 

   

3.

1406151 - 730 Óseyri 3 - umsókn um lóð

 

Lögð fram lóðarumsókn Sigurðar Eiríkssonar f.h. Íslenskt eldsneyti ehf dagett 26. júní 2014 þar sem sótt er um lóðina Óseyri 3 á Reyðarfirði undir lífeldsneytis afgreiðslustöð, hleðslu fyrir rafmagnsbíla ásamt tengdri mannvirkjagerð og bílaþvottastöð.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

 

   

4.

1406146 - 730 Stekkjarbrekka 15 - byggingarleyfi - bílskúr

 

Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Elíasar jónssonar, Stekkjarbrekku 5 á Reyðarfirði ásmt teikningum þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr við hús hans ásamt stækkun lóðar.

Nefndin samþykkir stækkun lóðar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

Nefndin samþykkir byggignaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir ásamt heimild bæjarráðs vegna stækkunar lóðar.

 

   

5.

1406068 - 740 Skuggahlíðaland 4 - viðbygging - byggingarleyfi

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Víglundar Gunnarssonar f.h. Nikólínu Halldórssdóttur hf dagsett 1. júní 2011 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 23,3 m2 og 55,4 m3 viðbyggingu við Sumarhús á lóð N4 í Skuggahlíðarhálsi í Norðfirði. Viðbyggingin er hönnuð af Marinó Stefánssyni.

Nefndin samþykkir að veita byggingarleyfi vegna viðbyggingarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

   

6.

1406119 - 750 Búðarvegur 44 - byggingarleyfi - utanhúsbreytingar

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt skýringarmynd Ágústs Guðmundssonar f.h. Jarðfræðistofunnar ehf dagsett 20. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga í gömlu dyraopi á 2. hæð og skyggni við kjallarahurð á Búðavegi 44 á Fáskrúðsfirði.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

 

   

7.

1402076 - Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð

 

Lögð fram til kynningar tillaga að reglum og gögnum vegna stöðuleyfa og gámavalla í Fjarðabyggð. Nefndin samþykkir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi.

 

   

8.

1401245 - 730 - br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna br. á landnotkun við Eyri í Reyðarfirði

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna hafnar- og iðnaðarsvæðis við Eyri var kynnt á almennum fundi 10. apríl 2014 á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar í Molanum, Hafnargötu 2 Reyðarfirði.Tillagan var send umsagnaraðilum og óskað eftir umsögn innan 2 vikna. Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Náttúrustofa Austurlands, Hafnarstjórn Fjarðabyggðar og Siglingasvið Samgöngustofu og nágrannasveitarfélög. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum; Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Hafnarstjórn Fjarðabyggðar, Fiskistofu og siglingasviði Samgöngustofu. Þá hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til athugunar og fyrir liggja athugasemdir hennar.Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið athugasemdirnar og svör við þeim. Stuttlega er gerð grein fyrir hverri athugasemd og síðan veitt umsögn um þá athugasemd sem þar kemur fram.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að breyta uppdrætti í samræmi við framkomnar athugasemdir.

 

   

9.

1406159 - Starfsleyfi fyrir Samskip að Hafnargötu 5

 

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, dagsettur 28. júní 2014, varðandi starfsleyfi fyrir Samskip að Hafnargötu 5 á Reyðarfirði.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 30. júní 2014.

Nefndin samþykkir þær tillögur sem fram koma í minnisblaði ásamt viðbót um að akstursleið verði ekki gegnum Hafnargötu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Heilbrigðiseftirlits Austurlands þegar samningar sbr. minnisblað og aðrar áætlanir liggja fyrir.

 

   

10.

1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014

 

Lögð fram til kynningar 117. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands

 

   

11.

1103025 - Sjókvíaeldi í Reyðarfirði

 

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar um tillögu um matsáætlun fyrir 10 þúsund tonna viðbótarframleiðslu á laxi í Reyðarfirði.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna umsögn um tillöguna í samráði og í samstarfi við framkvæmdastjóra hafna.

 

   

12.

1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri

 

Lögð fram til kynningar teikning af 8 deilda leikskóla á Norðfirði ásamt minnisblaði mannvirkjastjóra um framvindu verksins

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25