100. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

11.9.2014

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 100. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 8. september 2014
og hófst hann kl. 16:30


Fundinn sátu:
Eiður Ragnarsson, Ragnar Sigurðsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Guðmundur Elíasson.

Fundargerð ritaði: Guðmundur Elíasson, Mannvirkjastjóri

Páll Björgvin Guðmundsson sat fundinn undir lið 9.
Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 8 og 13

Dagskrá:

1. 1408113 - 735 - grenndarkynning varnargarða í Hlíðarendaá
Lagðar fram, vegna skipulagsmála, tillögur að hönnun varnarmannvirkja vegna ofanflóða í og við Hlíðarendaá á Eskifirði.
Opinn kynningarfundur vegna fyrirhugaðra varnarmannvirkja var haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirð fimmtudaginn 21.ágúst 2014.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir. Grenndarkynning nái til Steinholtsvegar 12 og 13, Strandgötu 78, 79a, 80, 81, 82 83, og 84, Hlíðarendavegi 1b, 1a, 2 og 4 og Svínaskálahlíð 1 og 3.

2. 1408110 - 740 Egilsbraut 11 - lóðarframkvæmdir - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Afls starfsgreinafélagas, dagsett 26. ágúst 2014, þar sem sótt er um leyfi til að steypa stétt meðfram húsnæði félagsins að Egilsbraut 11 á Norðfirði og klæða núverandi lóðarveggi með lerkiklæðningu.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

3. 1409046 - 740 Nesbakki 9 byggingarleyfi - breytingar úti og inni
Lögð fram fyrirspurn og teikningar Péturs Birgissonar innanhússarkitekts f.h. Hlífars Þorsteinssonar vegna breytinga á innra skipulagi og útliti íbúðar hans að Nesbakka 9 í fjölbýlishúsinu Nesbakka 1-11 á Norðfirði.

Nefndin frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda Nesbakka 1 - 11.

4. 1409017 - 740 Nesgata 39a - stækkun lóðar.
Lögð fram beiðni Sigurðar Þorkelssonar og Sólveigar Eyjólfsdóttur eiganda Nesgötu 39a á Norðfirði, dagsett 28. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að svæði sem þau hafa haft í fóstri frá 2002 verði sameinuð lóð þeirra.
Samþykki nágranna liggur fyrir.

Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.

5. 1409024 - 740 Sæbakki 25 - byggingarleyfi, raðhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Freysteins Bjarnasonar f.h. Byggingarfélagsins Ness ehf, dagsett 4. september 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 497,2 m2 og 2205,4 m3 fjögurra íbúða raðhús að Sæbakka 25 á Norðfirði. Hönnuður er Onyx ehf.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

6. 1408109 - 740 Vindheimanaust 7 - viðbygging - byggingarleyfi
Lögð fram fyrirspurn frá Guðmundi Skúlasyni f.h. G. Skúlason vélaverkstæði ehf vegna möguleika á viðbyggingu við hús fyrirtækisins við Vindheimanaust 7 á Norðfirði.

Vindheimanaust 7 er á hættusvæði C samkvæmt ofanflóðahættumati. Samkvæmt deiliskipulagi Naust 1 er ekki heimilt að byggja við húsið en byggja má á hættusvæði C ef það hefur ekki í för með sér fjölgun starfsmanna á svæðinu.
Breyta þarf deiliskipulagi ef leyfa á viðbyggingu.

Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að skoða með hvaða hætti hægt er að koma til móts við óskir bréfritara með tilliti til deiliskipulags og ofanflóðahættu.

7. 1409037 - 750 Skólavegur 38a - fjarlægja bílskúr
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björvins Baldurssonar, dagsett 4. september 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að rífa bílskúr sem stendur við hús hans að Skólavegi 38a á Fáskrúðsfirði.

Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

8. 1409032 - Stöðuleyfir fyrir tjaldgeymslu við Alcoa lóð
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ormarrs Örlygssonar f.h. Alcoa Fjarðaáls, dagsett 25. ágúst 2014, móttekin 3. september 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 400 m2 tjaldgeymslu undir sand og salt vegna hálkuvarna. Fyrirhugað er að staðsetja tjaldgeymsluna á lóð Alcoa Fjarðaáls að Hrauni 9.

Nefndin samþykkir útgáfu stöðuleyfis til 12 mánaða.

9. 1407033 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Farið var yfir úthlutaða ramma í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Nefndin felur sviðsstjóra að undirbúa starfsáætlun og tillögur í frumvarp að fjárhagsáætlun í samræmi við markmið og forgangsröðun. Vinna skal áætlunina í samræmi við reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015.

10. 1401187 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2014
Lögð var fram til kynningar 118. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

11. 1409048 - Aðalfundur HAUST 2014
Lagt fram fundarboð á aðalfund byggðasamlags um HAUST sem haldinn verður þann 1. október 2014 á Reyðarfirði.
Nefndin samþykkir að formaður nefndarinnar og mannvirkjastjóri verði fulltrúar Fjarðabyggðar.

12. 1408117 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2014
Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2014, varðandi dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur 16. september.

Nefndin leggur til að fólkvangur og friðland við Hólmanes verði kynnt sérstaklega í tengslum við dag íslenskrar náttúru 2014.

13. 1407048 - Hjólabrettaaðstaða á Norðfirði
Lögð fram tillaga frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 1. september 2014, varðandi bráðabirgðaaðstöðu fyrir hjólabrettafólk fram á mitt ár 2015.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við eigendur nærliggjandi húsa og kanna afstöðu þeirra.

14. 1408019 - Tilnefningar í landbúnaðarnefnd 2014 - 2018
Lögð fram tillaga frá formanni eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, dagsett 1. september 2014, um tilnefningar í landbúnaðarnefnd.

Nefndin samþykkir tillögu formanns.

15. 1401049 - Starfshópur um stefnumörkun fyrir Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði
Lagt fram minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett 2. september, um viðhaldsþörf skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að fara yfir verkefnin sem fyrir liggja og meta þörf og greina kostnað.

16. 1408012F - Landbúnaðarnefnd - 11
Samþykkt
16.1. 1404061 - Drög að Áætlun til þriggja ára um refaveiðar.
Samþykkt

16.2. 1408103 - Gangnaboð 2014
Samþykkt

16.3. 1403118 - Lausaganga stórgripa
Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra að senda drögin til hagsmunaaðila til umsagnar.

16.4. 1408105 - Viðbragðsáætlun vegna mögulegs eldgoss
Samþykkt

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00