Hugmyndaþing starfsmanna Fjarðabyggðar 2015
Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði, laugardaginn 14. febrúar 2015, kl. 11:00 - 15:00. Þema hugmyndaþingsins er SKEMMTILEGUR VINNUSTAÐUR. Komdu og sjáðu hvernig vinnustaðurinn getur orðið enn skemmtilegri staður til að vera á. Skráðu þig núna.
- Hversu full er fatan þín
- Fiskurinn
- Skemmtilegur vinnustaður
- Zumba
- Uppistand
Hugmyndaþingin snúast um jákvætt hópefli, gaman saman og óvæntar uppákomur og verður þetta þriðja hugmyndaþing starfsmanna Fjarðabyggðar þar engin undantekning. Við fáum góðan liðsauka frá Þekkingarmiðlun, sem hefur sett saman hressandi dagskrá fyrir okkur um vinnustaðinn og hvað það er sem getur gert vinnuna að enn skemmtilegri stað til að vera á. Uppistandið er að sjálfsögðu á sínum stað. Faglega umsjón hefur stjórnmála- og stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Sig, en hann er sem kunnugt er opinber starfsmaður á lágum launum og telur sig eflaust eiga sitthvað vantalað við starfsbræður sína og -systur.