Vatnsveita Fjarðabyggðar var stofnuð 1998 með sameiningu þriggja vatnsveitna, Vatnsveitu Neskaupstaðar, Vatnsveitu Eskifjarðar og Vatnsveitu Reyðarfjarðar. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðal vatnstökusvæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um þrjú aðskilin dreifikerfi. Við sameiningu við Austurbyggð í júní 2006 bættust við vatnsveitur á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Mjóafirði.
Hlutverk Vatnsveitu Fjarðabyggðar er að annast alla almenna þjónustu við vatnsnotendur og tryggja að ætíð sé fyrir hendi nægt vatn. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðskildum megin svæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um aðskilin dreifikerfi. Allar veiturnar byggja og reka eigið vinnslu- og dreifikerfi. Eftirlits- og stýrikerfi veitunnar er sameiginlegt og samtengt í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði þannig að hægt er að fylgjast með og vakta allt kerfið frá þremur stöðum. Stefnt er að því að stýrikerfið nái til allra hluta vatnsveitunnar. Auk þess er hægt að skoða stöðu kerfis í gegn um heimasíðu Fjarðabyggðar fyrir þá sem aðgang hafa að því.